Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 126
120
BÚNAÐARRIT
/ næstu umferð, sem byrjar að hausti, ætti ekki að
verðlauna neinn hrút, sem ekki væri yfir meðaltal í
þeirri sýslu, sem hann er sýndur í. Lifi ég það, að fara
aðra umferð. geri ég hiklaust ráð fprir, að ég fylgi
þeirri reglu að vcrðlauna ekki hrúta, sem að eins hanga
í meðaltalinu.
Sauðfjárræktarbúin störfuðu eins og áður. Eg hefi nú
komið á þau öll, og skoðað féð og mælt. Samanburður
á starfsemi þeirra síðastliðið ár sjezt á bls. 121.
Viðvíkjandi þessari skýrslu er ástæða til að taka þetta
fram:
Olafsdals-féð er ekki, hvað lambaþunga snertir, sam-
bærilegt við hin búin. Þar vildi það óhapp til, að engin
ær hélt við hrútnum, sem átti að nota til ánna. Þær
gengu því allar um, og það var ekki fyr en langt var
liðið á annan gangtíma, að farið var að nota annan
hrút, og því eru lömbin tæpum mánuði yngri en lömb
almennt. Þau eru borin frá 19. júní til 26. júlí. Eftir því
sem þau vigtuðu nýborin, má ætla að þau hefðu verið
um 7 kg þyngri í hanst, hefðu þau verið borin á venju-
legum sauðburði.
Lömbin nýborin hafa verið vigtuð á Hrafnkellsstöðum
og Olafsdal. A Hrafnkellsstöðum vigtuðu þau 3.99, eða
rétt við 4 kg að meðaltali, en í Ólafsdal 4.12.
Fóðurskýrsla liggur ekki fyrir um Rangár-féð.
Að öðru leyti hygg ég, að skýrslan útskýri sig sjálf,
fyrir þá, er hana vilja lesa.
Á Þórustöðum og í Ólafsdal hafa ærnar verið fóðr-
aðar svo, að þær hafa þyngst. Þó nemur þetta ekki
fósturþunganum, svo raunverulega hafa þær lagt af. Á
hinum búunum hafa þær allar léttst, en mismikið, og
mest á Rangá, og á það vafalaust sinn þátt í því,
hvernig lömbin hafa reynst þar.
Frá því hefir verið skýrt, að í fyrra var byrjað á til-
raun, er ætlað var að sýna, hvort ekki gæti borgað sig
að láta ær bera fyr, ef snemma ætti að slátra undan