Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 128
122
BÚNADARRIT
þeim að sumrinu. Athugun þessi var gerð að Hvammi í
Norðurárdal, hjá Sverri Gíslasyni, sem góðfúslega hefir
séð um hana. Sá hængur hefir verið á, að hann hefir
ekki komizt að, til að fá að slátra fyrirmáls-Iömbunum,
fyrr en að haustinu á venjulegum sláturtíma, og hefir
því ekki sézt hve snemma sumars þau eru orðin það
vænni en hin lömbin, að slátrun borgaði sig.
Ærnar hafa verið hafðar í tveim hópum. 1931 voru
fyrirmáls-ærnar látnar bera á tímabilinu frá 29. apríl til
10. maí. Samanburðar-ærnar báru á venjulegum sauð-
burði, og hann byrjaði 17. maí.
Samanburðurinn lítur þannig út:
Fyrirmáls- Samanburöar-
ærnar. ærnar.
Haustþungi 1930 .......
Vorþungi 1931..........
Aukafóðureyðsla........
Lifandi lambaþ. (um réttir)
Skrokkþungi við slátrun .
Gæruþungi..............
Mörþungi...............
47.4 46.5
49.9 45.6
16.0 taða
43.0 38.8
16.5 eða 38.4 °/o 15.oeða38.6°/o
4.05 3.95
1.5 1.43
Um niðurstöður, sem hægt væri að draga af þessari
tilraun, verður ekki rætt að þessu sinni. Hún er enn
einstök, en verður vonandi endurtekin í nokkur ár. En
á það vil ég benda strax, að það, hvernig vorar ann-
ars vegar, og það, hve lengi fram eftir féð tekur haust-
bata hins vegar, hefir mikil áhrif á niðurstöðuna.
En engan vafa tel ég á því nú þegar, að þeir, sem
eiga vísan sumarmarkað fyrir kjöt sitt, og geta á þann
hátt komið því í meira eða minna hærra verð, en venju-
lega er í sláturtíðinni, eiga að láta bera fyr, og það ætti
enginn að eiga dilka, sem ekki hafa 10 kg skrokk-
þunga. Það er af megnu ólagi á einu eða öðru, ef
skrokkar eru léttari, og það þarf að lagast. En hver sá,
sem ætlar sér að láta bera snemma, þarf að vera viss
um, að eiga nægilegt og gott fóður að vorinu.