Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 129
II. N a u t g r i p 3 r æ k t i n 1931.
Miklum mun hefir árið verið hagfeldara fyrir naut-
griparæktina en sauðfjárræktina. Þetta kemur af því, að
innanlands markaður fyrir mjólk og mjólkurafurðir hefir
lítið lækkað, og ekkert sumstaðar á landinu.
Kýr mjólkuðu vel að vetrinum, en geltust að vorinu,
þegar farið var að beita þeim, þar sem þess var ekki
gætt, að gefa þeim með beitinni, og sumstaðar bjuggu
þær að því allt sumarið, og kom það af því hve gróður
kom seint. Menn þurfa vel að gæta þess, þegar gróður
er lítill að vorinu, að gefa þá kúnum nægilega með,
því ella getur það komið fram á allri sumarnytinni.
Mjólk var í sumar með magrara móti víða, og sama er
reynslan í vetur. Ef til vill stafar þetta af því, að taðan
frá sumrinu virðist eggjahvíturíkari en venjulega, en
mikil eggjahvíta í fóðrinu virðist stuðla að því, að lækka
feitimagnið. Þó ætti þetta ekki að koma fram hjá há-
mjólka kúm, sem þurfa mikla eggjahvítu.
Nautgripasýningar voru haldnar í Borgarfjarðarsýslu,
Mýrasýslu, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, og í Dala-
sýslu. Mætti Gunnar Arnason á þeim í Dalasýslu allri, Reyk-
holtsdal í Borgarfjarðarsýslu, Þverárhlíð, Hvítársíðu og
Norðurárdal í Mýrasýslu. A hinum stöðunum mætti ég.
Af meðfylgjandi skýrslu sézt, hvaða hreppar tóku þátt
í sýningunum og hvernig þær voru sóttar. Þá sézt af
henni hvernig kýrnar voru litar, hvort þær voru koll-
óttar eða hyrndar, og hvernig þær fengu verðlaun.
Fyrstu verðlaun fengu fjórar kýr. Þær voru þessar:
»Reyður« í Sveinatungu, rauð, kollótt, nyt undanfarin ár
um 3500 kg.
»Hvönn« í Einarsnesi, kolótt, ættuð frá Hvanneyri, nyt
undanfarin ár um 3800 kg.
*Grána«, sægrá, kollótt, á Neðri-Brekku í Saurbæ.
^Kolbrún*, kolótt, kollótt, á Fremri-Brekku í Saurbæ.