Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 132
126
BÚNAÐARRIT
Önnur verðlaun fengu þessi naut:
>Saurbrandur«, svartur, hyrndur, ættaður frá Hvanneyri,
eigendur 6 menn í Reykholtsdal. — Undan þessu
nauti eru til uppkomnar dætur, en nautgriparæktar-
félagið í sveitinni hætti störfum um sama leyti og þær
fóru að komast upp, og því er mér ekki nema lítið
kunnugt um hvernig þær hafa reynst.
»Kolur« í Sveinatungu, undan »Reyður« þar og »Kol«
í Hvammi, en hann var frá Hvanneyri.
»Klaufi« í Einarsnesi, undan »Hvönn« þar og nautinu
»Sómi« undan »Gæfu« þar. — »Klaufi« er kolkross-
óttur, hníflóttur.
»Svartur« í Saurbæjarhreppi í Dölum, eign hreppsins.
Undan »Herrauð« frá Hvanneyri og »Fríðu«, er fékk
1. verðlaun 1925. — Hann er svartur, hníflóttur,
»Skjaldi«, rauðskjöldóttur, eign Hvammshrepps. Undan
»Vask«, kynbótanauti Nautgriparæktarfélags Dyrhóla-
hrepps, og »Hrefnu« á Skeiðfleti.
»Surtur« á Rauðamel, mósvartur, keyptur frá Korpúlfsst.
011 eru þessi naut vel ættuð, og líklegt að undan
þeim komi góðar og arðsamar kýr.
Arið 1930 urðu félögin, sem sendu skýrslur, 63. I
þeim voru 1598 bændur, er áttu 5793 reiknaðar árskýr.
Meðalnyt fullmjólkandi kúnna í félögunum varð 2628 1,
en meðaltal allra kúnna 2508. Þetta er hið hæsta
meðaltal, sem enn hefir orðið í félögunum.
Árið 1931 eru félögin nokkru fleiri, líklega um 70,
sem senda skýrslu, en um starf þeirra verður vafalaust
gefin út sérstök skýrsla á sínum tíma.
Eins og vant er hafa félögin fengið kr. 1,50- 2,00
á hverja reiknaða árskú, sem á skýrslu hefir verið. Varð
styrkurinn á þessu ári kr. 11444,00.
Þá hafa félögin fengið styrk til nautakaupa. Nam hann
alls kr. 2145,00. Ekki hefir verið veittur slyrkur til að