Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 133
BÚNAÐARRIT
127
kaupa nema sæmilega vel ættuð naut, sem líkur eru
til að undan muni koma góðar og arðsamar kýr. Styrk-
urinn hefir verið þriðjungur af kaupverði nautanna, og
bundinn því skilyrði, að nautið yrði notað svo lengi í
hreppnum, að vissa fengist fyrir því, áður en því yrði
lógað, hvernig kýrnar reyndust undan því.
Nokkur félög hafa fengið styrki til að koma upp
girðingum. Nema þeir styrkir Ú4 af girðingakostnaðinum
og hafa alls verið kr. 1585,00.
Loks hafa svo sýningarnar verið styrktar, eins og
venja er, með því að Búnnðarfélagið greiðir að fullu
I. og II. verðlaun nauta og önnur verðlaun að hálfu, þó
ekki yfir 30 au. á framtalinn nautgrip í hreppnum.
A þessu ári var alls varið til verðlauna kr. 1303,50.
Mjólkurbú störfuðu þau sömu og árið sem leið, en
auk þeirra er nú að verða lokið byggingu nýs bús. Er
það reist í Borgarnesi, og keyptu bændur þar »Mjöll«,
sem var hlutafélag, er nokkrir Borgfirðingar, en annars
fnenn úr Reykjavík og Vestmannaeyjum, áttu. — Um störf
búanna verður að sjálfsögðu gefin skýrsla af þeim, er
annast á um eftirlit með starfsemi þeirra af hendi hins opin-
bera, og skal það því ekki gert að frekara umtalsefni hér.
Með gleði get ég sagt það um árið, að enn hefir
bokað í áttina, Félögunum hefir fjölgað, val nautanna
°9 lífkvígu-mæðranna vandað meira en áður, og með-
ferðin þokast ofurlítið um til hins betra. Ber þetta vott
að bændur skilji æ betur og betur nauðsyn þess,
að eiga góða gripi og fara svo með þá, að þeir geti
sýnt hvað í þeim býr. En þó þetta þokist með hægð til
betri vegar, þá þarf að gera betur. Allir bændur lands-
’ns þurfa að vera með, fá glöggan skilning á því, að
bverja kú á að fóðra svo, að hún hafi nóga næringu til
viðhalds, og til að mynda þá mjólk á hverjum tíma sem
henni er eðlilegt. og ekkert þar fram yfir, og að það
sbiptir ákaflega miklu máli, að gera kýrnar eðlisbetri.
svo að þær geti gefið meiri arð.