Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 136
130
BÚNAÐARRIT
Kristinn Jónsson, frá Einholti á Mýrum,
Sighvatur Davíðsson, frá Brekku í Lóni,
Brandur Einarsson, frá Götu í Mýrdal.
Hinn síðasttaldi var einnig á dýralækninga-námsskeið-
inu, en auk hans sóttu það:
Ágúst Sveinsson, frá Ásum í Gnúpverjahreppí,
Haraldur Sigurðsson, frá Rauðalæk í Holtum,
Bergsteinn Kristjánsson, frá Háamúla í Fljótshlíð,
Magnús Þ. Öfjörð, frá Skógsnesi í Gaulverjab.hreppi.
Menn þeir, er sóttu dýralækninga-námsskeiðið, voru
styrktir til þess af Búnaðarsambandi Suðurlands, sem
gekkst fyrir því að það yrði haldið. Hinir fengu styrk
frá Búnaðarfélagi Islands, eftir venju, alls kr. 565.00.
Með dýralæknafæðinni, sem er hér á landi, og því
lága verði, sem skepnur eru í, virðist eina færa leiðin
til þess að menn geti fengið hjálp handa skepnum sín-
um, með kleyfum kostnaði, vera sú, að gera sem flesta
sjálfbjarga í því, að hjálpa skepnum sínum í almennustu
og vandaminni sjúkdómstilfellum, og að því eiga náms-
skeið þessi að stuðla. En eins og þau nú tvívegis hafa
verið haldin fyrir sunnlendingafjórðung, eins þyrftu þau
líka að verða haldin fyrir hina fjórðungana.
IV. Önnur störf.
Á ferðalögum hefi ég að eins verið 96 daga. Af þeim
eru 12 helgidagar. Þegar ég var í Reykjavík vann ég
á skrifstofu Búnaðarfélagsins. Til haustsins 1931 vann
ég þar frá kl. 9—7, eins og árið 1930, en eftir þann
tíma að eins frá kl. 8—12 árd., en auk þess nokkuð
heima á kvöldin, eftir kl. 8.
Aðal-starfið hefir verið að svara bréfum, og hefi ég
á árinu skrifað 912 bréf. Þá fer alltaf nokkurt starf í
að fara yfir og vinna úr skýrslum nautgriparæktarfélag-
anna, tala við menn o. s. frv.