Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 137
BÚNAÐARRIT
131
Þar sem ég varð við áskorun Rangæinga um, að
gefa kost á mér til þingmennsku-framboðs við kosn-
ingar þær, er fram fóru á árinu, fékk ég frí dagana
1.—11. júní, og 4 daga aðra, og var þá á ferðalagi og
fundahaldi, vegna framboðsins.
Þá vann ég nokkuð að samning búfjárlagafrumvarps-
ins, er lagt var fyrir Alþingi 1931 og varð að lögum á
sumarþinginu, svo óg reglugerðum, sem af því leiddu,
og fleiri málum, sem snertu landbúnaðinn, og fyrir þing
voru lögð.
Eins og áður hefi ég alstaðar mætt velvild og sam-
hug. Vona ég að svo verði ávalt með ráðunautana. Því
að eins kemur starf þeirra að gagni, að bændur noti
þá og skilji, en þeir geti aftur sótt fróðleik til þeirra
bænda, sem hann hafa og dreift honum til annara.
Eg þakka bændum fyrir góða samvinnu, og vona að
hún megi haldast.
26. jan. 1932.
Páll Zóphóníasson
Hrossaræktar-ráðunauturinn:
Arið 1931 voru hrossasýningar haldnar í Eyjafjarðar-,
Skagafjarðar- og V.-Húnavatns sýslum. Alls voru haldnar
6 héraðssýningar, og þar verðlaunuð 236 hross. 15 stóð-
hestar fullorðnir fengu I. verðlaun, þar af 8, er ekki
höfðu fengið þau fyrr. Þeir voru:
1. »Þokki<, steingrár, f. 1927, eigandi Sigurður ]óns-
son frá Brún í Svartárdal. Faðir »Þokka« er -Há-
rekur« frá Geitaskarði, sem er eign Hrossaræktar-
félagsins »Fákur« í Eyjafjarðarsýslu, en móðir hans
er »Snælda« frá Brún.
2. »Móri«, móbrúnn, f. 1925, eigandi Sigurður Ein-