Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 140
134
B Ú N A 1) A R R I T
Til stóðhestakaupa og girðinga . — 1067.00
— árlegrar starfrækslu...........— 2590 50
Alls kr. 6465.50
Að vísu má segja, að lítið hafi unnist á, á árinu, þar
sem ekkert hrossaræktarfélag var stofnað, svo víðlendar
byggðir sem enn eru ónumdar að þessu leyti. Aftur á
móti er það ánægjuefni, að sjá ungu hrossin á af-
kvæmissýningunum, sem haldnar hafa verið. Mörg þeirra
virðast taka fram eldri kynslóðinni, en fá þeirra hafa
mjög áberandi lýti. Þetta gefur vonir um, að auðvelt sé
að bæta íslenzka hrossastofninn, en sé svo, þá er varla
ástæða til að kvíða því, að hrossaræktin grói ekki út
um öll hrossahéruð landsins.
Skýrslum hafa nú 9 fóðurbirgðafélög skilað fyrir
skýrsluárið 1930—’31. Styrkur til þeirra, fyrir umrætt ár,
er 2780 kr. Eftir því sem mér hefir verið upplýst, þá
starfa 2 ný fóðurbirgðafélög í vetur, en nokkrar sveitir
ráðgera að hefja þetta starf á næsta hausti. Margar
sveitir ætluðu að hefjast handa með stofnun fóðurbirgða-
félags á s. 1. hausti, er þeim hafði verið tryggður stuðn-
ingur, með landslögum, en lágt verð á afurðum bænda
olli því, að flestar þeirra frestuðu þessu, sáu sér ekki
fært að bæta tryggingargjöldum við aðrar greiðslur sínar.
Störfin, sem tengd eru hrossaræktinni og fóðurbirgða-
félögunum, eru aðalstörf mín hjá Búnaðarfélagi íslands.
Auk þeirra hefi ég unnið úr skýrslum um vanhöld bú-
fjárins, ,og birtist útdráttur úr þeim á öðrum stað í
»Búnaðarritinu«.
Loks tóku •Hestar*1) mínir nokkurn tíma, þó að ég
skilaði stjórn Búnaðarfélags íslands handritinu snemma
í janúar. Var það einkum prófarkalestur og myndataka,
auk nokkurra annara smásnúninga, sem ég hirði ekki
að telja. Theodór Arnbjövnsson, uí ó5í.
1) Það er „ Búfræðirit'' nr. 4, er kom út haustið 1931. Útg.