Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 146
140
BUNAÐARRIT
fram í marzbyrjun. 4. marz gerði afspyrnurok á SA,
með allmiklu úrfelli, leysti þá að mestu upp allan snjó
í byggð. Veðráttan mjög umhleypingasöm eftir það, allt
til mánaðarloka. — Vorið (apríl—maí) byrjaði með krapa-
veðrum og rigningu, en eftir miðjan apríl tók að þorna
upp, og hófust þá hin miklu þurrviðri, er héldust næst-
um óslitið yfir vorið og sumarið, til 8. september.
Vegna hinna stöðugu þurka í apríl og maí, fór gróðri
á túnum, engjum, ökrum og úthögum afar seint fram.
Varð því að gefa bæði sauðfé og hrossum lengur en
venja er til. Byrjað var að láta út kýr 20.—25. maí, og
hætt að gefa þeim 10.—15. júní, fyrr var ekki kominn
fullgóður kúahagi.
Byrjað var að setja niður í garða frá 20.—25. maí,
og var þá klaki ekki farinn úr jörð. Síðasta næturfrost
vorsins var 2. maí. Kornsáning hófst 20. apríl, og lokið
að mestu 20. maí. Var mjög erfitt að vinna jörðina
vegna þurka, og kornið kom seint upp. Þó hjálpaði
nokkuð að klaki hélst lengur í jörð en venja er til hér
um slóðir. Klaki ekki farinn úr jörð fyrr en um 8. júní.
Sumarið (júní—sept.) var óvenju þurkasamt, einkum júní
og júlí. júnímánuður var óvenjulega kaldur, og mun
kaldari en árið á undan. Lágur hiti á nóttum, en mikið
sólfar og þurkur á daginn. Var því hin óhagstæðasta tíð
fyrir alla sprettu, enda var jörð illa sprottin í mánaðar-
lokin. Júlímánuður var sömuleiðis mjög þurkasamur, en
sérlega hlýr og hið mesta blíðuveður.
Sláttur byrjaði víðast um 17.—20. júlí, og voru tún
mjög illa sprottin. Taðan náðist öll græn, en var með
minnsta móti. Ágústmánuður var mjög hagstæður fyrir
heyskap, hagfellt úrfelli og blíðviðri hið mesta, allan
mánuðinn. Víðast var lokið túnaslætti í byrjun ágúst.
Engjasláttur byrjaði frá 1.—7. ágúst, og var mýrlendi
sprottið í meðallagi, en valllendi laklega.
Byrjað var á fræskurði 14. ágúst, og þroskuðust
flestar grastegundir 1 viku fyrr en 1930.