Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 147
BÚNAÐARRIT
141
Septembermánuður var með hlýjasta móti og mun
hlýrri en árið á undan. Þann 8. sept. tók að rigna, og
rigndi óslitið það sem eftir var mánaðarins. Var sum-
staðar töluvert af heyjum úti í byrjun rosans og náðust
þau ekki fyrr en um veturnætur, og þá auðvitað stór-
skemmd. — Víðast hætt engjaslætti um miðjan sept.
A kornskurði var byrjað 4. sept. og lokið 28. s. m.
Var kornið prýðisvel þroskað, en hinar þrálátu rigningar
í sept.—okt., ásamt hinum óvenjulega mikla hita og hæg-
viðri, gerði það að verkum, að hafrakornið spíraði í öx-
unum, og ónýttist á þennan hátt allmikið af hafra-
uppskerunni. Korninu var ekið inn 20.—23. okt., þá
laklega þurru.
Upp úr kálgörðum var byrjað að taka 10.—25. sept.
og gekk víða illa vegna tíðarfarsins. Nokkur brögð voru
að kartöflusýki á bæjum í Hvolhrepp og í Fljótshlíð.
Haustið (okt.—nóv.) var að mörgu leyti hagstætt fyrir
jarðvinnslustörf, en úrkomusamt í meira lagi, og tíð oft
hrakviðrasöm. Fyrsta næturfrost haustsins var 3. október,
og alltaf öðru hvoru úr því. Kýr voru teknar á fulla gjöf
12. okt. — 18. okt. fraus það mikið, að tók fyrir öll
jarðvinnslustörf.
I byrjun nóvember þiðnaði jörð svo, að unnt var að
plægja, og það hægt fram að 21. s. m. Síðustu dagana
í nóv. snjóaði nokkuð, og voru þá lömb tekin á gjöf,
og ær teknar um mánaðamótin nóv.—des.
I desember var mjög umhleypingusöm tíð, og oftast
slæmt veður fyrir beitarfénað, þó var enginn klaki kom-
inn í jörð um jól. En úr því fraus það mikið, að um
áramót var klakalagið orðið 9 — 12 cm þykkt.
Árið 1931 má telja að mörgu leyti ólíkt árinu 1930.
^eturinn var mjög gjaffeldur fyrir allan útipening. Vorið
niun kaldara en árið 1930. Gróðri fór því seint fram.
Sumarið var frekar hlýtt og hagstætt fyrir öflun heyj-
anna, nema það, sem úti var í byrjun rosans. Haustið
var votviðrasamt og frekar hlýtt, og þess vegna hag-