Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 149
BUNAÐARRIT
143
Þá var og sett upp netgirðing um tún og engjar,
3,2 km.
Auk þessa voru á árinu grafnir skurðir, er samsvara
um 200 m3. Ennfremur var ræktunarland stöðvarinnar
aukið um 2 J/3 ha, mest framræst mýrarjörð og móalendi.
Annað það, sem gert hefir verið á árinu, er fólgið í
þeim ræktunartilraunum og algengri ræktun, er hér
verður skýrt frá.
a. Grasfrærækt og túnrækt. Grasfræræktar-
tilraunum og grasfrærækt hefir verið haldið áfram með
svipuðum aðferðum og undanfarin ár, og aukið nokkuð við.
Sáð var í 1 dagsl. grasfræi (aðallega túnvingul) til fræ-
ræktar. Er þá fræræktarland stöðvarinnar orðið 2,3836
ha (þar meðtaldar tilraunir í frærækt, kynbætur og stofn-
frærækt).
Tilraunir, sem lúta að fræræktun, eru nú á 166 til-
raunareitum, og ná yfir 2206 m2, eru þær allvinnufrekar,
og útheimta miklar athuganir og rannsóknir, ef þær eiga
að gera gagn.
Einstaklingaræktun grastegunda er á 850 m2.
Tilraunir þær með grastegundir og stofna af þeim,
bæði í frærækt og túnrækt, sem nefndar eru í síðustu
skýrslu minni, heppnuðust flestar vel. Þó skal þess geta,
að smárinn lifði illa og dó að mestu út.
I samanburðar-tilraunum með heymagn ýmsra er-
lendra grastegunda varð allmikil skemmd, einkum á
þessum tegundum: stórtoppuðu sveifgrasi, kambgresi,
loðgresi, axhnoðapunti, akurfaxi og língresi. — Þessum
fegundum hafði líka verið sáð í 3 X 3 m raðir hverri
fegund, og lifðu þær þar allar, nema loðgresi og kamb-
Sresi. Bendir þetta í þá átt að óhætt muni vera, og
reynist sennilega betur, að sá grasfræi dýpra en venju-
'e9a er gert við dreifsáningu til túnræktar. En um þetta
Vasri þörf að gera ítarlegri tilraunir.
Síðastliðið vor var byrjað á fræblöndunartilraunum