Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 150
144
BUNAÐARRIT
með ísl. grasfræ, og fræblanda S. í. S. höfð til saman-
burðar (mælikvarði). Tilraun þessi er í 6 liðum og 4
samreitir (endurtekningar). Sáð var í tilraunina 18. júní
teg., og kom fræið allt mikið frekar vel upp, en ísl. fræið
nokkuð seinna, eins og venja er til (ísl. grasfræ kemur
alltaf heldur seinna upp en erlent fræ, miðað við sömu
tegundir).
Tilgangurinn með fræblöndunartilraun þessari og fleir-
um, sem gerðar verða á næstu árum, er sá, að skera
úr því, hvort ísl. fræ reynist eins vel til ræktunar og
erlent, og hvort unnt er að búa til betri tún með ís-
lenzkum fræblöndum en erlendum.
Er þetta allmikið viðfangsefni, og má segja að hér
sé aðal-þátturinn í því, hvort ísl. frærækt á framtíð eða
ekki. Þó gæti það komið til mála að hagur gæti að því
orðið, að rækta fræ af 1 eða 2 teg., t. d. túnvingul og
sveifgrösum, til að blanda saman við erlent fræ, þótt
við gætum ekki ræktað allar þær tegundir, sem æski-
legt er að nota til túnræktar hér á landi. Um allt þetta
þarf og verður að gera tilraunir samhliða fræræktinni.
Þá var stofnsett tilraun með túnvingul, 6 stofna, (fræ
út af einstökum plöntum) og sáð 19. júní. Kom það fræ
sæmilega vel upp. Annars ber að geta þess, að bæði
grasfræ og korn kom ver upp nú í vor en undanfarin
ár, vegna hinna stöðugu þurka.
Fleiri tilraunir hafa ekki verið gerðar þetta vor, en
öllum þeim tilraunum, er snerta frærækt og túnrækt,
og sem nefndar eru í síðustu skýrslu minni, hefir verið
haldið áfram.
Tilraunirnar í túnrækt eru sumar hverjar í nánu sam-
bandi við fræræktina, og einskonar framhald og viðauki
við fræræktartilraunirnar, má hér til nefna tilraunir með
grastegundir, erlendar og innlendar, til túnræktar.
b. Samanburðartilraunir með stofnfræ til
túnræktar o. fl. Síðastliðið sumar voru tilraunir