Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 151
BUNADARRIT
145
gerðar í túnrækt á 385 tilraunareitum, og landstærðin
er 6602 m2. Eru þuí tilraunareitir alls í frærækt og tún-
rækt 551, og landstærðin 8808 m2, fyrir utan kynbóta-
tilraunir.
Fræræktarland það, sem bar fræ í sumar, var að stærð
5384 m2, og heppnaðist fræræktin mikið frekar vel,
þroskaðist með fyrra móti og náðist í hús prýðisvel
þurrt.
Þessi landstærð hefir gefið af sér um 200 kg af gras-
fræi, og má það teljast sæmileg uppskera.
Tilraunir á túnvinguls-frærækt gáfu af sér 240—430 kg
af ha, hreinsað fræ. Þetta fræmagn er aðallega af tún-
vingul og nokkur kg af vallarsveifgrasi, snarrót og há-
liðagrasi.
Ekki er enn prófað hve þetta fræ spírar vel, vegna
þess að frærannsóknir eru ekki full framkvæmdar þegar
þetta er ritað. Skal geta þess, sem fyrr, að næstum er
ókleyft að gera frærannsóknir í þeim húsakynnum er
ég hefi við að búa, og einnig er vöntun á fullkomnari
tækjum.
Fræið, sem ræktað var 1930, reyndist eins og eftir
farandi yfirlit sýnir:
Fjöldi Grómagn 1000 fræ vega
Tegund: synish. o/o Sr
Háliðagras . . . . . . 2 80,6 1,125
Túnvinqull . . 13 62,8 0,978
Snarrót 3 44,0 0,313
Blásveifgras . . . . . 1 77,0 0,340
Vallarsveifgrasið spíraði sama og ekkert, og er þess
vegna ekki tekið með í yfirlitið hér að ofan. Eru það
tilgátur einar, hvað veldur svo slæmri spírun þess, þó
broskast það prýðisvel. Fræið stórt og útlitsgott. Þetta
t>arf að rannsaka á næstu árum og mun verða gert, ef
sðstaða fæst til þess.
Spírun hinna tegundanna var mjög misjöfn, og ekki
10
L