Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 152
góð, nema fyrir það fræ, sem ræktað var á stærri land-
spildum. Stofnar af ýmsum tegundum spíra oft mjög
misjafnt, og þar er spírunin venjulega lægst. Veldur hér
miklu um hvernig tíðarfarið er frá frjóvgun grastegund-
anna og þar til þær eru skornar og fullþroskaðar.
c. Kornyrkja. Eins og undanfarin ár hefir korn-
yrkju, og tilraunum er að henni lúta, verið haldið áfram
í sama formi og áður, og framkvæmdir auknar nokkuð
hvað hina algengu kornyrkju snertir.
Eins og getið er um hér að framan, var tíðin mjög
óhagstæð fyrir alla sáðrækt síðastl. vor. Bæði korn og
grasfræ spíraði illa, vegna hinna stöðugu þurka. Og af
þessum völdum urðu kornakrarnir gisnari en venja hefir
verið undanfarin ár. Einkum bar mest á þessu í þeim
hluta akranna er voru á nýbrotnu landi (en það voru
rúmar 7 dagsláttur). Alls voru með korni 4,5 ha (2.6 ha
með höfrum og 1,9 ha bygg). Uppskeran varð að meðal-
tali 1140 kg hafrar af ha og 1750 kg bygg af ha.
Alls varð uppskeran 3325 kg bygg og 2950 kg hafrar,
og um 20 hestar hálmur. — Má segja að þetta sé
fremur lakleg útkoma og skal nú að því vikið.
Það, sem setur niður kornuppskeruna í ár, er í fyrsta
lagi nýbrotna landið, sem var tæpur helmingur korn-
landsins, og var sprettan þar mjög gisin og lítilfjörleg.
Aftur á móti varð kornuppskeran allt að því helmingi
meiri í gömlu ökrunum. — I öðru lagi var tíðarfarið
yfir uppskerutímann mjög óhagstætt fyrir kornþurkun,
og af þeim völdum skemmdist allmikið af höfrunum.
I september var hitinn og úrkoman mun meiri en í
meðallagi, einkum var hitinn á nóttum óvenjulega hár,
og var um tíma ekki unnt við neitt að ráða, því kornið
spíraði í öxunum. — Hefir þetta aldrei komið fyrir fyrr,
síðan ég fór að rækta korn.
Yfirleitt var kornið allt, utan nokkur afbrigði af byggi
og höfrum, prýðis vel þroskað, enda hefir kornþyngdar-