Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 153
B U N A f) A I! lí I T
147
mælingin sýnt það. Þúsund-kornþungi fyrir hafra frá
28—41,8 gr og fyrir bygg frá 25—45 gr. Spírunar-
tilraunir hafa nú sýnt að kornið frá í sumar spírar mjög
misjafnt. Byggið spírar frá 56 — 80% og hafrar með
24 % (ekki nothæfir til útsæðis). Flest afbrigði þau, sem
í tilraunum voru reynd, hafa þó spírað mun betur en
kornið úr stóru ökrunum, enda varð tilraunakornið fyrir
betri meðferð og þurkun.
Virðist allhæpið að þurka korn hér á landi einvörð-
ungu í skrýfum, eins og gert hefir verið. Hætt er við,
að við hér á landi verðum að þurka, að minnsta kosti
það korn, sem nota á til útsæðis, í »hesjum«, eins og
altítt er í vestanverðum Noregi.
Munu nú verða gerðar ráðstafanir að afia þeirra tækja,
sem þarf til þess að þurka kornið framvegis svo, að unnt
verði að bjarga því óskemmdu í hús, þótt haustveðrátta
verði óhagstæð.
Enda þótt ekki hafi nú í þetta skipti tekist að öllu
leyti að bjarga í hús viðunandi uppskeru, þá er að mínu
viti engin ásiæða til að telja kornyrkju óvissari ræktun
fyrir það. Aðalatriðið er að rannsaka gaumgæfilega
hvernig bezt sé að stýra fram hjá þeim áföllum, er veðr-
áttan getur valdið og bæta ræktunarkunnáttuna það mikið,
að kornyrkjan verði árviss og arðsöm ræktunargrein.
Um tilraunir í kornyrkju þetta sumar get ég verið
fáorður. Það hafa verið gerðar sömu tilraunir og getið
er í síðustu skýrslu minni, og litlu bætt við.
Af höfrum hafa verið ræktuð 18 afbrigði og 13 af
byggi. Uppskeran hefir orðið fyrir hafra frá 10—27 tn.
af ha, og fyrir bygg 14 — 33 tn. af ha.
Með tilraunum í kornrækt voru 278 reitir á 4713 m2.
Eru því kornyrkjutilraunirnar orðnar allumfangsmiklar,
þótt þær séu ekki nema J/3 hluti af þeim tilraunum,
sem gerðar eru á Sámsstöðum.
Alls eru tilraunareitir stöðvarinnar 829, fyrir utan
emstaklingaræktun grastegunda.