Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 154
148
11 Ú N A 1) A K 1U 'I'
Auk þess, sem nú hefir verið nefnt, hafa lítilsháttar
tilraunir verið gerðar með vetrar- og vor-rúg, sömu-
leiðis vor-hveiti, og heppnaðist það í lakara lagi. Vor-
hveitið náði þó allmiklum þroska.
d. Sandarnir. Þá hafa verið gerðar tilraunir með
grasfrærækt og kornyrkju á söndunum fyrir norðan
Stóra-Hof á Rangárvöllum. Grasfræið kom vel upp og
var vel grænt í haust. Kornið ónýttist alveg, vegna grá-
gæsa, er ásóttu það. Var þess vegna ekki í þetta skipti
unnt að ná í korn af því til rannsóknar. — Aftur á móti
heppnuðust tilraunirnar í Gunnarsholti sæmilega. Þar
þroskaðist: bygg, hafrar og vetrar-rúgur. Er mjög líklegt
að þar megi rækta korntegundir með viðunandi árangri.
e. Kornyrkja annarsstaðar. Eins og að
undanförnu var síðastl. vor sent korn til ýmsra bænda og
ræktunarmanna víðsvegar útum land, bæði bygg og hafrar.
Kornyrkja hefir verið reynd á eftirtöldum stöðum:
I Þingeyjarsýslu á 5 bæjum, á Hafursá í Skógum á
Fljótsdalshéraði, Asum í Skaftártungu, Dalseli í Eyja-
fjallahreppi, Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, á Reykja-
nesi, á Kalmannstjörn í Höfnum, á Staðarstað í Staðar-
sveit, á Heiðarbæ í Þingvallasveit, á Blikastöðum í Mos-
fellssveit, á Eyrarbakka í Arnessýslu, í Krossanesi við
Akureyri og víðar.
Hefi ég lítið frétt um árangur, en veit þó um nokkra
staði, og þar hefir bæði bygg og hafrar náð góðum þroska.
Víðast hefir kornyrkjan verið prófuð í smáum stíl, og
áhugi virðist daufur fyrir útbreiðslu hennar meðal bænda,
enn sem komið er. En vonandi fá bændur, og aðrir
ræktunarmenn, skilning á nytsemi hennar, og taka þessar
ágætu ræktunarplöntur í sína þjónustu.
P. t. Reykjavík, 25. febr. 1932.
Klemenz Kr. Kristjánsson.