Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 155
B l: N A t) A B R 1 T
149
Fóðurræktar-ráðunauturinn:
(Eins og að undanförnu gegnir Metúsalem Stefánsson, búnaðar-
málastióri, störfum fóðurræktar-ráðunauts, og fer hér á eftir skýrsla
hans um fóðurræktartilraunirnar). Útg.
Síðasta skýrsla um tilraunir fóðurræktarinnar í Rvík
er í 45. árg. »Búnaðarritsins«, bls. 112—125, og segir
frá niðurstöðum tilraunanna 1930. — Eftirfarandi skýrsla,
er segir á sama hátt frá niðurstöðum tilraunanna sum-
arið 1931, er því beint framhald á hinni fyrrnefndu
skýrslu og eldri skýrslum um sömu tilraunir. — Þeir,
sem rekja vilja gang og niðurstöður þessara tilrauna
frá ári til árs og gera sér samfellda grein fyrir árangri
þeirra, geta rakið þann þátt í »Búnaðarritinu« undan-
farin ár, og er að jafnaði í hverri skýrslu sagt til, hvar
næstu skýrslu á undan er að finna.
Eins og að undanförnu verður eftirtekja tilgreind í kg
af ha, og hverri tilraun, sem áður hefir verið skýrt frá,
skipað undir sömu merki og áður. Sé ekki annars getið,
er viðkomandi tilraun með sama hætti og áður hefir
verið, og lýst hefir verið nánar í eldri skýrslum.
Um veðráttufar, og áhrif þess á jarðargróður, má vísa
til ítarlegrar lýsingar á því, í skýrslu grasfræræktar-
ráðunauts, sem birt er hér á undan, því að um það er
í aðalatriðum allt hið sama að segja hér í Reykjavík
og á Sámsstöðum.
Eg vík þá að einstökum tilraunum:
I. Kúamykja (H) annars vegar og alhliða tilbúinn
áburður (T) hins vegar, borinn saman við áður áburðar-
lausa reiti (M).
Eins og getið er um í skýrslunni í 44. árg. »Búnaðar-
ritsins«, bls. 168, var byrjað á þessari tilraun vorið 1921,
og hefir henni verið haldið áfram síðan óslitið, á sama
hátt og í upphafi, að öðru leyti en því, að áburðar-