Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 156
B U N A +) A R R I T
150
skammtarnir (H og T) hafa verið stækkaðir hin síðari
árin, af því að sýnt þótti að aukinn áburður mundi gefa
meiri eftirtekju og svara kostnaði. Og nú var hætt að
»svelta« áburðarlausu reitina og fengu nú 2 af þeim
ríflegan skammt búfjáráburðar og kalla ég þá MH, en
hinir 2, sem ég kalla MT, fengu tilsvarandi ríflegan
skammt af alhliða tilbúnum áburði. Aburðarskammtarnir
voru þessir á hverja 100 m2:
Áburðartegundir Reitir H T MH MT
Kúamyltja................... 320 480
Þýzltur saltpélur..................... 3,0 4,50
Súperfosfat 18% 2,5 3,75
Kalí 37 %............................. 2,5 3,75
Reitirnir sem áður voru sveltir (M) hafa því fengið
hálfu stærri áburðarskammt en hinir, sem alltaf hafa
verið sæmilega »fóðraðir« með áburði, og er með því
ætlast til að fyllt verði að nokkru leyti »borðið«, sem
orðið er á næringarforða þessara sveltu reita, saman-
borið við hina, »fóðruðu« reitina.
Allir reitirnir voru tvíslegnir: og 18/s.
Eftirtekjan var:
Taöa Há MH 2350 2700 MT 3650 2900 H 4362 3000 T 5562 2650
Alls 5050 6550 7362 8212
Vaxlarauki umfram MH . . . 1500 2312 3152
Vaxlarhlutföll miðað við MH 100 129,7 145,8 162,6
Eins og tölurnar sýna, hafa MH-reitirnir gefið minnst
af sér, en það sýnir aftur að búfjáráburðurinn hefir ekki
megnað, eins vel og tilbúinn áburður, að fylla borðið á
sveltu-reitunum, og það virðist benda til þess, að fljót-
legra muni vera að koma útpíndu túni í sæmilega rækt
með tilbúnum áburði en með tilsvarandi skammti af
búfjáráburði. Þó er varasamt að leggja of mikið upp úr