Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 157
BÚNAtíARRr T
151
þessu eina dæmi, meðal annars sökum þess, að búast
má við að búfjáráburður hafi yfirleitt notast í lakara lagi
sl. sumar, vegna hinna sterku og langvarandi þurka,
þótt það dragi reyndar úr áhrifum þeirra, að kúamykjan
var borin á í október 1930. Og ef borin eru saman
hlutföll eftirtekju H- og T-reita nú og 1930, þá kemur
h'ka í ljós að kúamykjan hefir ekki notast öllu lakar
móti tilbúnum áburði sl. sumar, en sumarið 1930. En
það sumar var raunar líka óhagstætt fyrir kúamykjuna,
eins og bent er á í síðustu skýrslu. Væntanlega kemur
þetta betur í ljós, ef tilrauninni verður haldið áfram
á sama hátt og nú var gert.
II a. Samanburður á heilum skammti búfjáráburðar
(kúamykju) i/i fi, móti hálfum skammti af búf/áráburði -j-
hálfum skammti af alhliða tilbúnum áburði, 1/2 H + V2 T.
I þessari tilraun eru hlutfallslega sömu áburðar-
skammtar sem á H- og T-reitum í tilraun I, og reitirnir
100 m2 hver, eins og þar.
Tilraunin var slegin 4h og 20/s, og gaf af sér:
1/1 H 1/2 H + 1/2 T
Töðu .................... 3830 4040
Há....................... 2570 2410
Alls 6400 6450
Báðir áburðarskammtarnir hafa gefið því nær sömu
eftirtekju. Það, sem búfjáráburðinn vantar í fyrri slætti
móti blandaða áburðinum, vinnur hann upp í síðari
slætti, en þó ekki til fulls, og kemur þar aftur fram, að
veðráttan (vorþurkarnir) hefir verið búfjáráburðinum óhag-
stæð, eins og 1930, en síðustu árin þar á undan gaf bú-
fjáráburðurinn meiri eftirtekju en blandaði skammturinn.
II. b. Samanburður mismunandi sláttutíma.
Tilraunin er einföld og reitur hverá sláttutíma 250 m2,
en á milli sláttutímanna eru hafðir 10 dagar (eða svo),