Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 161
B V N A 1) A 1! R I T
155
í nitrophoska en í einslökum tegundum (saltpétri, súper-
fosfati og kali) fyrir sama verð, og vinnusparnaðurinn
við dreifingu áburðarins verður allur nitrophoska í vil,
— og svo meiri vaxtarauki, ef treysta mætíi á hann, í
samræmi við niðurstöður þær, sem hér hafa orðið, en
um það vil ég ekkert fullyrða. En hitt tel ég fullreynt,
að nota megi hér nitrophoska með góðum — og yfir-
leitt ekki síðri — árangri en annan tilbúinn áburð, ef
það er borið á snemma vors.
VII d. Samanburdur á haustbreiddu og vorbreiddu kalí.
Eins og getið er um í síðustu skýrslu, urðu mistök á
þessari tilraun 1930, svo að það ár fellur úr. Nú var
haustbreidda kalíið borið á 9/io — ’30, en það vorbreidda
4/5 — '31. Aðrar áburðartegundir voru, eins og ætíð,
bornar á alla reitina á sama tíma, hvor um sig.
Slegið ,3/7 og 24/s. — Eftirtekjan varð þannig:
Hausíbreití Veröbreitt
. . . 3750 4396
. . . _ 2771____________2750
AIIs 6521 7146
Háin er því sem næst jafn mikil eftir hauslbreiðslu
og vorbreiðslu, en vorbreiðslan gefur miklu meira í
fyrri slætti — og þá líka í heild. — Áður hefir verið
áramunur að þessu og vorbreiðslunni ýmist veitt befur
eða miður, svo að meðaltal allra áranna frá 1924-1929
má heita alveg jafnt fyrir vor- og haustbreiðslu kalí-
áburðarins. — Þegar haft er í huga hversu þurrt vorið
yar í þetta sinn, hefði fremur mátt búast við gagnstæðri
uiðurstöðu við þá, sem varð, og skal ekki leitt getum
að því hér, hvað þessu kann að valda.
VII. e. Kalí (i) og ekki kalí (2).
Þessari tilraun er nú hætt eins og getið er um í síð-
ustu skýrslu.
Taða
Há .