Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 165
B Ú N A i) A H R I T
150
á ha, í viðbót við sæmilega haustbreiðslu af húamvUju,
hafa gefið 943 kg vaxtarauka árlega á ha. Þar, sem
notuð hefir verið hálf breiðsla af kúamykju og 300 kg
saltpétur á ha, hefir vaxtaraukinn orðið 484 kg taða á
ha, eða m. ö. o. að seinni 150 kg af saltpétri, hafa að
hálfu leyti bætt upp 11 —12000 kg af kúamykju, sem
dregin eru af reitum nr. 3, samanborið við reiti nr. 1
og 2. A reitum nr. 4 er hálfur mykjuskammturinn bættur
upp með 150 kg af saltpétri og 125 kg af superfosfati,
og upp úr þeim skiptum fást 297 kg af töðu, umfram
það, sem reitir nr. 1 gefa.
Ég vara við að treysta einstrengingslega á þessar
niðurstöður. En hins vegar mæli ég hiklaust með því,
að bændur gefi þeim fullan gaum, og fæii sér þær í
nyt á skynsamlegan hátt, en það er, að svo stöddu,
með því að bæta jafnan túnunum til með saltpétri, og
hika ekki við að draga af þeim nokkuð af búfjáráburð-
inum í viðlögum, þegar nýræktin kallar á hann, og gefa
þá aukaviðbót af saltpétri. En þennan afdrátt má ekki
ætla túnunum að þola til lengdar, nema þá sé líka bætt
upp með superfosfati, og loks með kalíáburði einnig. En
þá er komið í það horf, sem er á reitum nr. 2 í tilraun
II (sjá framar). Frekari hugleiðingar, í sambandi við
þessa tilraun, eru í fyrri skýrslum.
IX b. Grasfræblandanir.
Um samsetningu á fræblöndunum þeim, sem hér er
um að ræða, uppruna fræsins og aldur tilraunanna, vís-
ast til bls. 203 í 39. árg. og bls. 350 í 40. árg. »Bún-
aðarritsins«. Fræblandanirnar nr. 1 — 8 (af útlendu fræi,
sáð 1924) voru nú slegnar í 7. sinn, en nr. 9 12 (af ísl.
fræi, sáð 1925) í 6. sinn. Sömu skammtar af tilbúnum
áburði bornir á alla reiti, kalí að hausti, hinar teg. á vori.
Slegið i5/7 og 1/9. — Eftirfarandi tafla sýnir eftirtekj-
una 1931, meðaltal hverrar fræblöndunar öll árin og
hlutfallslega eftirtekju þeirra, miðað við nr. 1.
L