Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 169
B U N A i) A R R I T
103
Samanburður við síðustu skýrslu sýnir, að nokkur ára-
munur getur verið að því, hvernig sömu tegundir reyn-
ast innbyrðis.
Samanbuvður á mismunandi sáðmagni grænfóðurhafra
var gerður nú á sama hátt og 1930 og með sama
sáðmagni sem þá. Aburður var 300 kg nitrophoska á
ha, borið á 16fc og 400 kg tröllamjöl á ha, borið á 3/7
til þess að drepa arfann — og með líkum árangri og
áður er skýrt frá.
Sáð 18/5 sigurhöfrum eins og að neðan segir. Hey-
vigtin er reiknuð af grasvigtinni, eftir þurvigt knippa, en
hún reyndist 32,29 — 34,71 °/o af grasvigtinni. Bæði í
þessari tilraun og þeim grænfóðurtilraunum, sem sagt
er frá hér að framan, er heyvigtin — miðað við gras-
vigt — hærri en áður hefir reynst að jafnaði, og stendur
það efalaust í sambandi við tíðarfarið (þurrviðrin).
Eftirtekjan, hey af ha, varð sem hér segir:
Sáðmagn Hey Vaxtarauki
lig á ha hg af ha stig af stigi Alls
Ug «/0 Ug 0/o
150 10032
200 11192 1160 11,56 1160 11,56
250 12088 896 8,93 2056 20,49
300 12784 696 6,94 2752 27,43
350 13232 448 4,47 3200 31,90
Tölurnarsýna að eftirtekjan vex með vaxandi sáðmagni,
e» eins og við er að búast lækkar vaxtaraukinn stig af
stigi eftir því sem sáðmagnið er meira. Tölurnar í 3.
dálki sýna hvað mikið hafrahey hefir fengist, fyrir hver
50 kg af sáðhöfrum, sem bætt er við sáðmagnið. Það
^er vitanlega eftir verðlagi á höfrum og hafraheyi á
Sa®3 tíma, hversu mikill vaxtaraukinn þarf að vera, til
t>ess að hann borgi sáðhafrana. Ef t. d. hafrahey er
metið 8 kr. 100 kg og sáðhafrar kosta 40 kr. íunnan,