Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 170
þá þarf vaxtaraukinn að vera 5-faldur sáðmagnsauki til
þess að í járnum standi.
I þessari tilraun hefir áburðarmagnið verið hið sama
í allri tilrauninni, og sé að eins um að ræða að rækta
hafra 1 ár á sama stað, er ekki beint ástæða til að
auka áburðinn í hlutfalli við aukið sáðmagn. En ætti
að gera þetta árum saman á sama staðnum, þá má
vitanlega ekki búast við að sáðmagnið eitt sé þess
megnugt að auka eftirtekjuna, heldur þarf þá einnig
að auka áburðarmagnið. Kemur þá annar kostnaðar-
liður til viðbótar, sem uppskeruaukinn þarf að endur-
greiða.
Nú er starfsemi fóðurræktartilraunanna ef til vill lokið
hér í gróðrarstöðinni, eða að minnsta kosti má búast
við að hún eigi sér þar svo stuttan aldur, að ekki er
ástæða til að byrja á nýjum tilraunaþáttum þar. Sumarið
1930 var miklu meiri munur eftir sáðmagni, en þá
var svo mikill arfinn, að þær niðurstöður, sem þá feng-
ust, eru lítils virði. Nú tókst tilraunin að því leyti vel,
og er meira á hana að treysta.
í sambandi við grænfóðurræktina voru gerðar efna-
rannsóknir á öllum þeim hafrategundum, sem nefndar
eru hér að framan, til upplýsingar um fóðurgildi þeirra.
Eftir þeim efnarannsóknum hefir verið reiknað út, eftir
þeirri aðferð sem skýrt er frá á bls. 480 í »Fóðurfræði«
eftir Halldór Vilhjálmsson, og eftir meltanleikatölum,
sem sýndar eru fyrir hafra (í blómi) á bls. 482—483 í
sömu bók, að öðru leyti en því, að um meltanleika
eggjahvítuefnanna er farið eftir því, sem reyndist á
Rannsóknarstofunni, en þar reyndist hann um 74% að
meðaltali, (lægst 69,2%, hæst 76,0%). Einnig er þess að
geta, að amidefni eru talin með »öðrum efnum«, og að
miðað er við 15% vatn í hafraheyinu.
Eftirfarandi tafla sýnir mjólkurfóðureiningar (mfe) og
fóðureiningar (fe) í 100 kg, og loks, hversu mikið hafra-
hey fer í eina fóðureiningu.