Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 172
]<•>(>
B Ú N A t) A lí R I T
19 3 0 1 9 3 1
Tn. af ha Hlutföll Tn. af ha Hlutföll
1. Svalöf original Ostersundon 625 100 918 100,0
2. — — Bortfelder . 512 82 778 84,7
3. — — Stubbrova . 505 80 618 67,2
4. Trifoiium Grey Stone . . . 558 89,5 863 94,0
5. — Dales Hybrid . . 454 72,5 725 79,0
6. — Yellow Tankard . 454 72,5 735 80,1
7. — Fynsk Bortfelder 509 81,0 945 102,8
8. Maínæpa, Forus 500 80 541 58,9
gera grein fyrir fóðurgildi fóðurrófna og þýðingu þeirra
í fóðrinu.
Fóðurmergkál.
A síðustu árum hefir athygli jarðræktarmanna á Norður-
löndum beinst m. a. að káltegund, sem kallast fóður-
mergkál. í öðrum löndum, svo sem: Þýzkalandi, Frakk-
landi, Englandi og Ameríku á ræktun þess sér lengri
aldur, en í nágrannalöndunum er ræktun þess að vissu
leyti á fyrsta tilraunastigi. Og hér á landi hefir það
aldrei verið reynt, svo kunnugt sé, fyrr en sumarið 1931.
Þá var það reynt hér í gróðrarstöðinni og á Sámsstöð-
um — og þó í mjög smáum stíl — og á Korpúlfsstöðum.
Um uppruna og ætterni fóðurmergkálsins vita menn
ekki með vissu, en álitið er að það sé kynblend-
ingur af grænkáli og hnúðakáli. Vaxtarlag þess er
þannig á þroskaskeiði, að það hefir gildan, mergmikinn
stöngul og stór og mikil blöð, sem líkjast blómkáls-
blöðum. Við góð vaxtarskilyrði verða sumar tegundir
þess (eða afbrigði) 1,5—2 m á hæð og hver planta
getur vegið 1,5 — 2 kg. Því er sáð í raðir — eins og