Búnaðarrit - 01.01.1932, Qupperneq 174
BÚNAÐARRIT
168
Sé meira ræktað en það, sem brúka má jafnóðum og
kálið er slegið, er talið rétt að taka blöðin af og eyða
þeim fyrst, en geyma þá leggina úti, og þekja þá tit
varnar, ef óttast iná töluvert frost. Frjósi leggirnir skal
ekki taka meira úr byngnum í einu, til að þíða upp,
en það sem daglega verður notað.
Hér í stöðinni var kálinu sáð í að eins 157 m2. Því
var sáð 7. og 22. maí og slegið var það 24. október.
Eftirtekjan varð 946 kg, eða sem svarar 60 þús. kg af
hektar af hráu káli.
Við efnagreiningu reyndist þurefnið 8,47 °/o. Ef það'
væri þurkað svo að þurefnismagnið yrði 85 °/o, en vatn
15 0/o, þá yrði þurvigtin rétt að segja Vio af hrávigtinni
eða 6000 kg af ha.
I sambandi við efnagreininguna var athugað um hlut-
föll blaða og leggja, og reyndust blöðin ]/7, en leggirnir
0/7 af öllu kálinu. I blöðunum var þurefnið 14,9 °/o, en
7,4 °/o í leggjunum, og í hvorutveggja 8,47 0/0, eins og áður
segir. Af þessu má ráða, að blöðin hafa miklu meira
fóðurgildi en leggirnir, og að kálið verði því betra til
fóðurs, sem blaðvöxturinn er hlutfallslega meiri, en að
því má stuðla með því, að bera á mikið af köfnunar-
efnisáburði.
Eftirfarandi tafla, sem reiknuð er út eftir efnagrein-
ingunni, eða tekin beint eftir henni, sýnir efnainnihald
kálsins, blaða og leggja.
Sé nú fóðurgildi kálsins reiknað út eftir efnagrein-
ingunni og meltanleikatölunum, og annars eftir venju-
legum aðferðum, þá verður niðurstaðan sú, að af hráu
kálinu fara 15,4 kg í fóðureininguna, en af því þurkuðu
1,54 kg, eða með öðrum orðum, að 100 kg af hráu káli
gefa nálega 6,48 fe., en 100 kg af þurkuðu káli 64,81
fe, og er það lítið eitt lægra en sænskar tilraunir hafa
sýnt (100 kg — 66 fe.).
Að þessu leyti ber því Iítið á milli, samanborið við
tilraunir og rannsóknir í Svíþjóð. Um eftirtekjuna eru