Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 177
B U N A Ð A R R I T
171
Ferðalög í fiskiræktarerindum 1931:
Hinn 6. febrúar fór ég til Reykjavíkur, var hugmyndin
að tala við búnaðarþings-fulltrúana um klakmálið og
framtíð þess, fara svo ferð um Borgarfjörð til að undir-
búa stofnun fiskiræktarfélaga þar, og gera ráðstafanir
um klakhússbyggingu, en sökum sóttvarna samgöngu-
banns var mér meinað að ferðast um Borgarfjörð, eða
landveg norður. Eg fór því með »Goðafossi« 25. febr.
áleiðis heim.
Hinn 30. marz fór ég aftur með »Goðafossi« til
Reykjavíkur, þaðan ferð austur í sýslur, eftir beiðni
fiskiræktarfélagsins við Rangárnar. Athugaði þar klak-
hússtæði og gerði uppdrátt og áætlun um, hvernig breyta
mætti og endurbæta lítinn klakkofa, sem byggður hefir
verið í tungunni (Krappanum) milli Fiskár og Eystri-
Rangár. Er þarna gott verk að vinna, að gera Rang-
árnar fiskauðugar, enda er áhugi góður, sérstaklega hjá
formanni félagsins, Björgvin sýslumanni Vigfússyni.
Hinn 21. apríl fór ég upp í Borgarfjörð, í þeim er-
indum að athuga klakhússtæði við aðalárnar þar: Grímsá,
Þverá og Norðurá.
Að þessu ferðalagi loknu teiknaði ég og gerði áætlun
um byggingu tveggja klakstöðva.
• Stjórn Búnaðarsambands Borgarfjarðar hafði boðað
til stofnfundar fyrir fiskiræktarfélag við Hvítá og hennar
þverár. Var hann haldinn í Borgarnesi 27. apríl, og
flutti ég þar erindi.
Þá hélt ég norður í land, og var samferða þing-
mönnum, er fóru þangað til fundahalda. Á fjölmennum
fundum á Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki.
Notaðist mér þá tíminn hið bezta til þess að tala við
menn víðsvegar að úr þessum sýslum, um fiskiræktar-
málið. Kom heim 9. maí.
Eftir ósk nokkurra manna úr Fljótum, fór ég 8. júlí
ferð um Fljótin. Þar eru ágæt skilyrði til lax- og silungs-