Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 182
13 Ú N A Ð A R R I T
J76
Hrygningin fer fram á þann hátt, að hrygnan grefur
smá rennu með trjónunni ofan í ár- eða lækjar-mölina.
Við efri enda rennunnar gýtur hún hrognunum og falla
í hana þau hrogn, sem straumurinn tekur ekki alveg og
ber burtu. Á sama tíma er hængurinn fyrir framan hana
og lætur svilin renna í straumvatnið. Er þá allhætt við
að þau fari utan eða ofan við hrognin. Hittist ekki hrogn
og svil, áður en fáar sekúndur eru liðnar, eru þau ónýt.
Frjóvgunarkrafturinn eyðileggst svo fljótt í vatninu. Því er
það, að þurr frjóvgun þykir gefa betri raun, eins og
síðar mun sagt verða. Hve. stór hluti af hrognunum
frjóvgast á þennan hátt er ekki gott að segja, en fráleitt
er hann stór. Vísindamenn telja hann 7—10°/o. Aftur
á móti frjóvgast 97—100 °/o af hrognum hjá vönum klak-
manni.
í þriðja lagi eru hætturnar, sem sífelt vofa yfir hrogn-
um þeim, sem gotin eru á náttúrlegum riðstöðum, t. d.
frá fuglum, skordýrum og ýmsum smitandi sjúkdómum.
Einnig getur ísruðningur oft eyðilagt mikið af þeim.
Og síðast, en ekki sízt, fiskarnir 6jálfir sezt að hrogna-
kökunni og étið allt upp.
Öll þessi hætta er algerlega útilokuð í venjulegu klak-
húsi. Fást því til stórra muna fleiri seiði af sömu tölu
frjóvgaðra hrogna í klakhúsi, en úti í náttúrunni. Einn
til tvo fyrstu mánuðina eftir að hrognin eru klakin, eru
seiðin alveg ósjálfbjarga, og því sömu hættum undirorpin
og hrognin, En þá njóta þau áfram sömu verndar klak-
hússins.
Þegar setja á upp klakstöð, verður fyrsta og stærsta
atriðið hversu auðvelt er að ná stofnfiskinum til hrogn-
tökunnar. Eftir því verður stærð klakhússins að fara.
Það er óhyggilegt að byggja þau stærri en svo, að hægt
sé að fylla þau undir vanalegum kringumstæðum (þ. e.
í sæmilegri hausttíð).. Stór klakhús eru nokkuð dýr og
valda aðstandendum meiri erfiðleika. Getur þá verið
hætta á að menn þreytist og gefist upp, áður en sýni-