Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 183
BÚNAÐARRIT
177
Jegur árangur er orðinn af klakinu, og er þá jafnvel
ver farið en heima setið.
Annað atriðið er góð uppsprettulind, sem hefir nokk-
urn veginn jafnt rennsli árið í kring, má vatnsmagnið
ekki vera minna en ca. 8 lítrar á mínútu. Halli þarf að
vera nokkur, minnst IV2 metri frá lind að húsi, án þess
að þurfa að nota mjög langa rörleiðslu. Loks þarf lind-
in að vera skammt frá bæ, svo öll hirðing verði léttari.1)
Við veiði stofnfisks verður að varast að meiða fiskinn
eða særa, því er langbezt að veiða hann með ádrætti.
Séu lagnet notuð, verður að »vitja um« kvelds og morgna,
taka fiskinn varlega úr, og heldur slíta netið en særa
fiskinn. Særður fiskur bólgnar kringum sárið (möskva-
farið) og deyr vanalega eftir nokkra daga.
Nú er það oftast svo, að tiltölulega fátt af fiskinum
hefir þroskuð hrogn og svil, verður þá að geyma hann
um skemmri eða lengri tíma, unz gotfær verður. Til þess
eru notaðir kassar eða steyptar þrær, sem lækur eða
lind fellur í. Stærðin fer eftir því, hvort geyma á silung
eða lax.
Fyrir silung er heppilegt, að kassarnir séu 60—70 cm
breiðir, 15—20 cm djúpir og 2 metra langir með einu
skilrúmi yfir þvert, svo hægt sé að geyma hryggnur og
hængi aðskilin. 2 cm rifur þurfa að vera á milli allra
borða svo vatn geti streymt ört út og inn. Þægilegast er
er að hafa lok á hjörum yfir kassanum. Þessa kassa má
svo geyma á floti í stöðuvötnum eða straumlitlum læk.
Fyrir lax verða þessir kassar að vera allt að 1 m á
breidd og 20—30 cm djúpir. Sé lax geymdur í steyptri
þró, þarf hún að vera 1 m á breidd og meter á dýpt
og lengdin eftir því, hve mikið á að geyma. Talið er að
að geyma megi 100 kg af laxi í hverjum rúmmetra, ef
1) Búnaðarfél. Isl. og Fiskifél. ísl. leggja nú til ókeypis leiðbein-
ingar við byggingu klakstöðva, og hafa einnig veitt nokkurn styrk
1il að koma þeim upp. 1 lagafrv., sem nú liggur fyrir Alþingi, er
■gert ráð fyrir styrk úr ríkissjóði til fiskiræktarfélaga, og visast til þess.
12