Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 184
178
B U N A Ð A R R I T
nægilegt vatn rennur í þróna til að taka í sig loft. Vír-
net verður að strengja yfir þróna, ella stekkur Iaxinn upp
úr. Hængir og hrygnur skulu ætíð aðskilin með grind
yfir þvera þróna.
Smám saman verður að taka fiskinn upp úr kössun-
um og athuga hvað líður kynþroskanum. Ef hrognin
streyma út við létta stroku um kviðinn, er tíminn kom-
inn. Silunginn er bezt að taka með litlum skaftháf, en
laxinn í pokaháf, fylgir því sá kostur, að Iaxinn spriklar
ekki meðan hann er í dimmum pokanum.
Við frjófgunina er bezt að hafa við hendina nokkrar
vanalegar þvottaskálar. Með vinstri hendi tekur maður
um stirtluna en með hægri undir fiskinn framanverðan
og heldur honum þannig upp að sér, að kviðurinn viti
niður og hallist á sporðinn. Með mjúkuin handtökum
fær maður fiskinn bezt til að liggja rólegan.
Hægri hönd færist nú hægt og létt aftur á miðjan
kviðinn. Streyma þá hrognin niður í þvottaskálina, sem
hagkvæmt er að standi á kassa, Þegar kominn er vel
þriðjungur í fatið, er svilfiskurinn tekinn sömu tökum, og
ein lítil buna af sviljum látin falla á hrognin (nokkrir
dropar af sviljum mundu nægja) og þar næst hrært í
með sporði fisksins, er hann hið bezt skapaða áhald iil
þess, en gæta verður þess, að fiskurinn ekki gusi hrogn-
unum út úr fatinu með snöggri hreyfingu.
Síðan er vatni helt á hrognin, en ekki meira en svo,
að rétt fljóti yfir þau. Skálinni vaggað svo hreyfing kom-
ist á öll hrognin, og látin svo standa í 3—5 mínútur.
Sé um lax að ræöa, hafa ekki öll hrogn verið búin
úr hrygnunni. Hún hefir því verið lögð í fylltan vatns-
stamp eða bala — slík ílát verða að hafa við hendina,
þá frjófgað er, söm.uleiðis nægilega mörg strigastykki
til að þerra með hvern fisk um leið og hann er tekinn
upp úr vatninu, er það gert svo ekki falli bleyta á
hrogna-fatið áður en frjófgað er. Hrygnan er nú tekin