Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 187
B Ú N A Ð A R R 1 T
181
og Yfir hinn 2afl*nn um lítið skarð, sem þar er gerí.
Streymir suo vatnið undir næsta kassa upp um botninn
og svo koll af kolli.
Þetta er kölluð hin kaliforniska eða undirstraums klak-
aðferð. Aðalkostur hennar er að hafa má 2—3 lög af
hrognum í hverjum kassa, því vatnið rennur upp milli
þeirra, og að mjög auðvelt er að hreinsa hrognin af ryki,
er á þau vill setjast úr vatninu.
Lengdarstraums aðferðin eða malarkassarnir, sem al-
mennt eru notaðir í Noregi, eru þannig gerðir, að smið-
aðir er 2 eða fleiri kassar 3 m langir, 50 cm. breiðir
og 20 cm djúpir úr 1V4” plægðum borðum. Kössunum
er nú komið fyrir hlið við hlið á stólum það háum, að
1 m sé upp á brún hærri kassans.
Vatnið er nú leitt úr vatnsskiptistokknum inn í enda
hærri kassans, er til þess notaður 1” rörstúfur. Hæfi-
legt er að hann komi inn í kassan 2 cm. frá efri brún.
Vatnið fer nú eftir endilöngum kassanum og út um hlið-
ina við gaflinn, inn í lægri kassann, eftir honum til baka
og út um rörstúf á hliðinni rétt við gaflinn.
Til að fyrirbyggja að seiðin fari út um rörin er sett
grind með strengdu málmneti þvers um yfir kassann,
10 cm frá gaflinum, sem útstraumsrörið er við.
Tveggja cm þykkt malarlag af matbauna stærð, er
sett á botn kassanna, mölinni þjappað vel og jafnt sam-
an, svo að hún verði sem sléttust. I þessa kassa má láta
eitt lag af hrognum. Lok eða hlemmar skulu smíðaðir
yfir alla kassana, því að reynslan hefir sýnt, að betur
klekjast hrogn út í skugga en birtu.
A tréverk allt, kassa, rennur og lok, er mjög hyggilegt
að bera tvisvar eða þrisvar sinnum glervatn (»Vandglas«),
asfaltlakk eða annað fúaverjandi efni.
Niðurlagning hrognanna. — Það er talin mesta hrogna
tala, sem leggja má niður á hvern □ desimetra afbotn-
fleti malarkassans 250 af laxa- og 330 af silungahrogn-