Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 188
182
B L' N A Ð A R R I T
um. í kalifornisku kassana má að sjálfsögðu láta helm-
ingi — eða allt að 2h meira á hvern Q dm.
Aður var þar frá horfið, sem frjófguðu hrognin voru
komin í blikkfötu, er skyldi standa í nokkra tíma eða
yfir nóttina. Vatninu er þá hellt af og hrcgnunum hellt
hægt í tölumerkt lítramál. En fyrst verður að telja t. d.
1 desilítra (100 gr.). Hrognunum er hellt hægt úr mál-
inu í kassann fullan af vatni og byrjað við þann enda,
sem vatnið kemur inn um. Hrognin eru þannig lögð með
straumnum. Gott er fyrir viðvaninga að nota skeið sér
til hjálpar. Gæta verður þess að leggja hrognin sem
jafnast og ekki mjög nærri kassa hliðunum. Eftir að bú-
ið er að leggja yfir allan kassa botninn, má með fjöður
jafna betur úr hrognunum ef þörf þykir.
Eftirlit með klakstöðinni. — Þegar búið er að leggja
hrognin niður, eru öll hvít hrogn tínd burtu og tal þeirra
skrifuð hjá sjer. Er það gert með trétöng, er líkist flísa-
töng (pincette) að gerð. Varlega verður að fara að þessu
því hrognin þola mjög illa viðkomu eða hristing. Þá eru
lokin sett yfir og látið liggja afskiptalaust í eina eða tvær
vikur, nema hvað líta verður eftir, að vatnsrennslið sé í
lagi. Vilji maður líta ofan í kassana, verður að taka
hlemmana varlega af og einungis taka þau hvít hrogn,
sem myglusveppur er myndaður á. Ef ekkert óhapp vill
til, er það nægilegt að tína öll hvít hrogn einu sinn í
viku. Skal í hvert sinn skrá niður á lista tölu dauðu
hrognanna, svo maður viti ætíð, hvað mikið er eftir lif-
andi í klakstöðinni.
Tími sá, sem hrognin eru að klekjast út, er almennt
talinn 18—22 vikur. Fer það eftir hitastigi vatnsins, því
heitara sem það er, því fyr klekjast hrognin út, en yfir
5° má það þó aldrei fara. Bezt er að vatnið sé ekki
nema 1—2° á C. Kosturinn við það, að vatnið sé sem
kaldast er, að þá klekjast hrognin svo seint út, að sá
tími fer að nálgast, að ísa leysi af ám og vötnum og