Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 190
184
B Ú N A Ð A R R I T
verði örugglega vatnshelt. Þá er kassinn stoppaður ofan
í slærri kassa og haft hey eða hálmur allt í kring, svo-
frost eða hiti geti ekki haft áhrif.
Þegar á ákvörðunarstað er komið, er ekki annað að>
gera en skrúfa lokið af, Iíta eftir að hrognin séu í lagi,.
og tína dauð í burtu. Lokið er svo lagt laust yfir, tapp-
arnir teknir úr og kassinn settur undir t. d. vanalega
vatnsveitukrana, sem gúmmíslanga er sett á. Vatnið'
streymir svo niður um gatið á lokinu, undir klakkass-
ann með hrognunum og upp í rörið á gaflinum. Þaðan
má svo leiða það með slöngu í vanalegan eldhúss-vask,
t. d. í kjallara.
Flutningur seiða o. fl. — Þegar flytja á lax- eða
silungsseiði er langbezt að hafa til þess sérstaklega
gerðar seiðaflutnings-fötur, sem sjá má á meðfylgjandi
mynd. Stærð fötunnar er hæfileg 40 X 25 cm í botninn
og hæðin 40 cm upp að öxlum. 12—15 cm víður stútur er
á henni, með loki, líkt og á mjólkurbrúsa. Annars vegar
við stútinn liggur pípa niður undir botn (5 cm frá botni).
Er hún lóðuð föst og til þess gerð, að láta nýtt vatn í
fötuna. Hinu megin er fer hyrndur stútur, með inálm-
neti í botni og loki á hjörum yfir. Gegnum þennan
stút er gamla vatninu helt, og varnar málmnetið því a5
seiði fari með. Sjálfsagt er að hafa ís með sér, þegar
seiði eru flutt. Er hann látinn smámsaman, eftir þörfum,
í lítinn poka (líkt og kaffipoka), sem er hengdur í aðal-
stút fötunnar undir lokinu.
Ef flutningur varir lengur en 1 dægur, er ekki ráð-
legt að hafa fleiri en 1000 seiði í hverjum 10 lítrum.
Nokkuð má þó þetta fara eftir veðri, sé kalt veður, má
flytja allt að helmingi meira, og eins ef ferðin tekur
ekki nema nokkrar klukkustundir. A lengri ferð verður
að endurnýja vatnið 2. eða 3. hverja kl.st., og yfir nótt-
ina verður að renna hægur straumur af vatni, gegn um
fötuna (niður rörið og út um stútinn, sem netið er fyrir).