Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 191
BÚNAÐARRIT
185-
Þegar komið er á ákvörðunarstaðinn er ísinn tekinn
burtu og fatan sett í vatnið. Smáblandað í hana, svo
allar hita- og vatnsbreytingar fari sem hægast.
Hinir kjörnustu staðir til að sleppa seiðum eru smá-
lækir eða lindir, sem hafa nokkurn veginn jafnt rennsli
árið um kring. Sé þeim ekki til að dreifa, verður að
sleppa lax- og urriðaseiðum á smásteinóttan eða malar-
botn, þar sem er mjög grunnt vatn, 2—4 cm, og hefir
langan aðdraganda út að dýpinu (flágrynni). — Bleikju-
seiði er bezt að setja á stórgrýttan botn og minnst ]/2
meters dýpi.
Aldrei skal sleppa miklu af seiðum á sama stað,
heldur dreifa þeim sem víðast. Þó ekki mjög nærri
útrennslis-ós.
Leysi ísa mjög seint, getur orðið nauðugur einn kostur
að láta seiðin undir ísinn, einkum ef um silungsseiði er
að ræða, sem á að sleppa í stöðuvatn. Smá göt eru
höggvin á ísinn og meters löngu og 2" víðu röri er
stungið ofan um gatið og seiðum hellt í rörið. Með
þessu móti komast þau vel undir ísinn. Gatið er svo
fyllt með muldum ís eða snjó og þjappað vel saman.
Lítið eitt af seiðum skal setja í hverja holu.
Þess er áður getið, að bezt sé að komast hjá að
fóðra seiðin, þó er það engan veginn frágangssök, ef
um lítinn flokk er að ræða (t. d. nokkra tugi þúsunda).
Bezta fóðrið eru harðsoðin egg, sem mulin eru mjög
smátt og kastað í vatnið. Einnig má nota mjólkurdrafla,
skepnuheila og tvíbökumylsnu.
Allar matarleifar, sem kunna að safnast fyrir, verður
að taka, ella getur rotnun myndast í vatninu og drepið
seiðin.
Ef flytja á seiðin, sem fóðruð hafa verið um tíma,
má ekki gefa þeim 2—3 daga á undan flutningi og
ekki hafa fleiri en 500 seiði í hverjum 10 lítrum
vatns.