Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 194
BÚNAÐARRIT
Vetrarfóöur kúnna.
Utvarpserindi flutt 5. desember 1931.
Góðir hlusiendur!
Þegar ég í kvöld tala um fóður kúnna, verð ég vegna
tímans, sem ég hef til umráða, að ganga út frá því, a&
að þið, spm á mig hlýðið, vitið að í fóðrinu eru nær-
ingarefnin, og að þeim er skipt í eggjahvítuefni, kolvetni
og fitu. (Um sölt og bætiefni tala ég ekki). Ég geng
líka út frá því, að þið vitið að þessir þrír næringaefna-
flokkar geta að meira eða. minna leyti komið hver í
annars stað, þegar ræða er um aflmyndun, fitusöfnun
eða hilaframleiðslu, en hvorki fitan né kolvetnin geta
komið í stað eggjahvítunnar, þegar ræða er um viðhald
og myndun vefja eða afurða, sem skepnan gefur frá sér
eins og mjólk, og sem í eru eggjahvítusambönd.
Ennfremur verð. ég að ganga út frá því, að þið hlust-
endur vitið, að fóðurtegundirnar eru lagðar í fóðurein-
ingar, og þá reynt að hafa í hverri fóðureiningu það
mikið af hinum ýmsu fóðurtegundum, að það verði jafn-
mikið næringarmagn í hverri fóðureiningu. En sé ykkur
þetta allt ljóst, þá er ykkur líka ljóst, að það er ekki
hægt að taka t. d. af kúnni fóðureiningu, sem aðallega
eru í eggjahvítusambönd (t. d. síldarmjöl, fiskur) og gefa
henni í staðinn fóðureiningu, sem lítil eða engin eggja-
hvíta er í (t. d. kartöflur, mais, rófur) nema því aðeins
að þessari fóðureiningu hafi verið ætlað það hlutverk í
líkamanum, sem hver þess’ara áður nefndu þriggja nær-
ingarefnaflokka getur gert jöfnum höndum. Við öll
fóðurskipti þarf þess vegna ætíð að rannsaka, að hlut-
fallinu milli næringaefnanna í fóðrinu sé ekki raskað um