Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 195
B Ú N A Ð A R R I T
189
of, og að lágmark meltanlegra eggjahvítuefna fari ekki
niður fyrir það, sem skepnan þarf, hver sem hún er.
Við fóðrun allra skepna er gerður greinarmunur á
viðhalds og afurðafóðri, en það samlagt gerir fóðurþörf
skepnunnar. Hjá mjólkurkúnni er mikill munur á fóður-
þörfinni og viðhaldsfóðrinu, og hann er því meiri, því
meir sem kýrin mjólkar. Hjá hestum, sem eru notaðir
mikið, er líka um mikinn mun að ræða, og hjá ám,
sérstaklega fyrst eftir burð, þegar þær framleiða mjólk-
ina sem mesta, er munurinn líka mikill, en annars er
munur á heildarfóðurþörfinni og viðhaldsfóðrinu á búfé
okkar lítill (sauðfé, moðhross o. s. frv.).
Vegna þess mikla munar á viðhaldsfóðri og heildar-
fóðri kúnna, er bezt að reyna að glöggva sig á hvoru
um sig, viðhaldsfóðrinu og afurðafóðrinu.
Viðhaldsfóður kúnna miðast aðallega við stærð þeirra
og þunga. Þó kemur fleira til greina, eins og fjóshitinnj
sem helzt á að vera um 16 gr. á Celsius, háralagið,
hlutfallið milli þyngdarinnar á kúnni og stærðarinnar á
yfirborði líkamans o. fl. En þó þetta komi til greina og
hafi sín áhrif, þá eru þau lítil og mest farið eftir þung-
anum. Sé hann þekktur, og hann getið þið fengið að
vita, þar sem eftirlitsmaðurinn á málbandið >Arax€, þá
getið þið fundið viðhaldsfóðurþörfina í fóðureiningum,
með því að deila 200 í lifandi þungann og leggja 1,5
við útkomuna. Líkingin fyrir þessu er þannig:
Lifandi þunginrM kílógrömmum + 1>5 = dagsfóðrið {
fóðureiningum. Dæmi: Sé lifandi þunginn 400, þá er
viðhaldsfóðrið ^qq + 1,5 = 3,5. F.E. Kýr, sem vegur 400
kg, þarf 3,5 fóðureiningar til viðhalds á dag.
Þeir, sem ekki geta nú fengið að vita lifandi þunga
á kúnum sínum, geta samt fengið að vita viðhaldsfóðrið.
Þá mæla þeir í sentímetrum brjóstummál kýrinnar eða
Lúnna, aftan við bóga, bæta 18 við þá tölu og deila