Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 196
13 Ú N A Ð A R R 1 T
190
inn í þá útkomu með 100. Með því að margfalda þá
útkomu síðan með sjálfri sér, fá þeir dagsviðhalds-
fóðurþörfina í fóðureiningum. Líkingin fyrir þessu er:
/Brjóstummál í sentímetrum 4- 18\2 • ■ , .. t
( 100 ' = foðuremmgaþorr
á dag.
Eftir annari hvorri þessari aðferð eiga allir að geta
fundið hver er viðhaldsfóðurþörf sinna kúa. Léttustu
kýr, sem ég hefi séð hér á landi, og sem verið hafa
fullþroskaðar, hafa vegið 180 kg-að lifandi þunga; þær
þurfa 2,4 fóðureiningar. Stærstar kýr eru um 480 kg
lifandi þungi og þurfa þær um 4 fóðureiningar á dag.
í eina fóðureiningu þurfa tæp 2 til 2,5 kg af töðu, og
því má segja að okkar kýr þurfi 6—10 kg af töðu sér til
viðhalds á dag, og meðalkýrin um 7 kg af góðri töðu eða
14 vegnar merkur í mál, eftir gömlu þyngdareiningunum.
Afurðafóðrið breytist aftur eftir nythæð og feitimagni.
Kýrin þarf meira fóður til að mynda feita mjólk en magra.
Þetta kemur bæði af feitimagninu, en líka af því að með
hækkandi fitu vex líka eggjahvítumagn mjólkurinnar.
Mjólk, sem hefir 3 °/o fitu, hefir 2,94 °/o eggjahvítu
og 4,93 o/o sykur.
Mjólk, sem hefir 4°/o fitu, hefir 3,34 °/o eggjahvítu
og 4,83 °/o sykur.
Mjólk, sem hefir 5 °/o fitu, hefir 3,83 °/o eggjah’vítu
og 4,73 o/o sykur.
Af þessu er greinilegt hversu rangt það er, að taka
ekki tillit til feitimagns, þegar mjólk er borguð og metin
til verðs. Með því vex næringargildið nokkurn veginn í
réttu hlutfalli.
En kýrin þarf meiri næringu til að mynda feitu mjólkina
en hina mögru. Til að mynda 100 kg af 3°/o feitri mjólk
þarf kýrin 34 fóðureiningar. Til að mynda 100 kg af 4°/o
feitri mjólk þarf kýrin 40 fóðureiningar. Til að mynda
100 kg af 5°/o feitri mjólk þarf kýrin 46 fóðureiningar.
Fóðrið þarf því að vaxa með fitumagni' mjólkurinnar.