Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 199
B Ú X A Ð A R R l T
193
Þegar gefa á fóðurbætir með mikilli töðu, þarf
að gefa fóðurbætir sem í er mikið af eggjahvítu.
Blanda af síldarmjöli og maís er ódýrust í vetur,
og ætti þá að hafa um 2/3 af síldarmjöli móti Ú3
af maís. — Af þeirri blöndu þarf tæpt kg í 1
fóðureiningu eða allt niður á 0,9, ef bæði fóður-
efnin eru sæmilega góð.
b. Þá er annar hópur manna, sem þarf að spara
töðu af því, að hann hefir hana ekki. Hann þarf
vitanlega að gefa fóðurbætir, sem kemur í stað
töðunnar, og þarf því ekki eins mikla eggjahvítu
í hverri fóðureiningu og hinn, sem varð að gefa
eggjahvíturíkt fóður til að vinna upp aflögu kol-
vetni í töðunni. Hér er því nægilegt að gefa t. d.
sinn helminginn af hvoru mais og síldarmjöli, og
mætti maísinn vera meiri hlutinn. Þyrftu þessir
bændur að gefa meiri fóðurbætir á dag en sem
svarar 1 kg í mál (spara meira en 2,5 kg), þá er
þeim ekki ráðlegt að gefa einhæfa fóðurblöndu,
heldur þá blanda saman fleiri tegundum fóðurbætis.
Til er það, að taða hér á landi er dýrari en
fóðurbætir, t. d. kringum sum kauptún og bæi.
Það ber bóndanum vitanlega að athuga og nota
sér eftir því sem um er að gera.
c. Sumir hafa enga töðu að gefa en verða að gefa
úthey með fóðurbæti. Venjulega gefa þeir þá
stör. Hún er oftast um þriðjungi verri en taða,
og verður að taka tillit til þess. Kýrnar fást líka
venjulega ekki til að éta eins mikið af henni og
töðu, og því þarf meiri gjöf af fóðurbæti með
henni en töðunni.
2. Þá er annar stór hópur bænda, sem ekki hafa nokkra
aðstöðu til að fá nokkurt annað verð fyrir sína
mjólk en það, sem þeir geta reiknað hana í bú að
lesgja. Og það fer eftir því hvað þeir geta sparað af
aðkeyptum matmælum, fyrir hvern litra sem mjólkur-
13