Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 203
P, U X A i) A I! li T T
197
Juliusi Kiihn frá málinu. Var það þá komið í réttar
hendur. ]. Kiihn, sem war einn helzti frömuður þýzks
landbúnaðar, og meðal annars hóf búfræðina upp í tölu
háskólagreina, tók sér nú fyrir hendur að flytja karakul-
fé til Þýzkalands og rannsaka ræktarskilyrði þess þar,
og þýðingu fyrir þýzkan landbúnað.
Skömmu fyrir aldamót hafði hann fengið nokkrar
karakul-kindur frá Krim í Suður-Rússlandi til húsdýra-
garðsins í Halle. En nú, er málið var vaknað á ný, á
öðrum grundvelli, lét hann sækja þrjá hópa karakúl-fjár
og flytja til Þýzkalands. Þrátt fyrir mikinn kostnað og
margvíslega örðugleika tókst þessi flutningur vel og kom
fyrsta sendingin til Þýzkalands árið 1903, 26 ær og 4
hrútar. Annar hópurinn, 38 ær og 2 hrútar, var fluttur
þangað árið 1906, og þriðji hópurinn, 265 ær og 20
hrútar tveim árum síðar. Fé þetta var valið með mikilli
nákvæmni og kunnáttu úr beztu karakul-hjörðunum í
Buchara.
Tveir fyrstu hóparnir urðu.stofn karakul-hjarðarinnar
í Halle, sem nú nýtur heimsfrægðar vegna ágætis síns.
— Síðasta sendingin var flutt áfram til Hamborgar og
þaðan áleiðis til Suðvestur-Afríku og skift meðal þýzkra
bænda, sem þar.voru búsettir.
Eftir andlát ]. Kiihn tók Simon von Nathusius við
forstöðu karakul-ræktarinnar í Halle og rak hana með
ágætum árangri. Árið 1913 fór hann í umboði þýzku
stjórnarinnar til Suður-Rússlands og keypti þar nokkur
hundruð karakul-sauðkindur. Flestar voru þær síðan
sendar til Suðvestur-Afríku til fjárbúa þýzka ríkisins.
Á þessum árum höfðu risið upp karakúl-fjárbú víðs-
vegar um Þýzkaland og heppnast vel, og hafa hjarðirnar
síðan aukist mikið. Hefir reynsla sú, sem fengist hefir
á þessum búum og allar aðrar tilraunir, sem gerðar
hafa verið, sannað, að karakul-rækt er ekki að eins
möguleg í Þýzkalandi, heldur rná og stunda hana þar
nieð afbragðs árangri. Þá var ekki síður mikilsverð sú