Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 205
13 U N A 1) A 11111 T
199
Fyrst eftir burðinn eru hreinræktuð karakul-lömb kol-
svört á lit, og ullin með örfínum lokkum eða liðum.
Og þá eru skinnin verðmætust. Lömbunum er því slátrað
á öðrum eða þriðja degi. Skinnin eru flegin af þeim,
spítt og þurkuð. Frekari aðgerð er ekki höfð og eru
skinnin nú seld. Fara þau nú til sérstakra verksmiðja
og eru hreinsuð þar og verkuð.
Hreinræktuð karakul-ær ber venjulega einu sinni á
ári og eignast þá 1—2 lömb. Hættulegasti og erfiðasti
tími ærinnar er ekki meðgöngutíminn, heldur vikurnar
eftir burðinn, á meðan mjólk fellur tii. Þegar lömbunum
er slátrað, 2ja eða 3ja daga gömlum, getur ærin borið
þrisvar á 2 árum.
Karakul-féð er þurftarlítið og nægjusamt, enda er oft
vatnsskortur og grasbrestur á hinum víðlendu gresjum,
sem eru heimkynni þess. I lifnaðarháttum líkist það því
í mörgu þýzka fjalla- og heiðafénu, austur-fríslenzka
mjólkurfénu, Somali-sauðkindinni og íslenzka sauðfénu.
Þarfnast það lítillar gæzlu og bjargar sér á eigin spýtur
hverju sem viðrar, líkt og íslenzka sauðkindin.
Hleypa má til hvenær sem er á árinu. I Þýzkalandi
er venjulega hleypt til í ágúst eða september. Með-
göngutíminn er 150—152 dagar. Bera ærnar þá í janúar
eða febrúar. Nýfædd vega Iömbin 3 J/2—5 kg. Kjötið af
iömbunum 2ja eða 3ja daga gömlum er all-vatnsborið,
en þó vel ætt. En þar, sem refarækt er rekin í sam-
bandi við karakul-búið, má hagnýta lambakjötið handa
refunum. Af fullorðnu fæst nál. 3J/2 kg ull á ári. Er
hún all-stórgerð, en mjög þétt. Markaðsverð hennar er
J/2 —2/3 af hvítri Merino-ull. — Karakul-ærin vegur nál.
50 kg á fæti. Samkvæmt því má beita 20 ám á 1 ha
beitarlands. Þar eð féð, samkvæmt fenginni reynslu, er
harðgert og lagar sig auðveldlega eftir ytri aðstæðum,
munu því hæfa vel hálend heiðalönd, eins og hátlar til
víða hér á landi.
I Halle gengur féð úti frá aprílmánuði til jóla. Annan