Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 206
200 B Ú NAÐA R R I T
tíma árs er það hýst, enda eru þá flestar ærnar komnar
nálægt burði, eða nýbornar og með lömbum. Þar eru
lömbin látin lifa og alin upp til undaneldis, vegna eftir-
spurnarinnar.
Aðallega er fénu gefið hey.^ Annars étur það flest
ætilegt, sem fellur til á búinu. I Þýzkalandi er því líka
gefinn hálmur ýmissa korntegunda, súrhey, kartöflur,
ýmsar rófnategundir o. s. frv. Helztar tegundir fóður-
bætis eru hafrar, ertutegundir ýmsar, deig, bygg o. fl.
Ef lömbunum er slátrað mjög ungum (2ja—3ja daga
gömlum), má draga allmjög úr fóðri ærinnar. Fær hún
þá að eins hey, hálm, vothey og dálítið af rófum, en
engan fóðurbæti. Ær, sem ganga með dilk, fá Ú2 kg
af fóðurbæti á dag, auk venjulegrar gjafar.
Mánaðargömul fara lömbin að éta. Verða þau þá að
fá kjarngott fóður. Er þeim gefið í sérstakri kró, út af
fyrir sig. Gott hey, hafrar og rófur, er bezt fóður handa
vetrarlömbum.
I Þýzkalandi eru lömbin tekin tólf vikna gömul frá
móðurinni. Auk heys og hafra er heppilegast að gefa
þeim olíukökur; eykur það mjög á vöxt þeirra. Þegar
fénu er sleppt, fara lömbin með. — Hér á landi mundu
ærnar verða látnar bera í maí—júní, og yrði þá vetrar-
fóður miklu ódýrara, eða sama og íslenzkt sauðfé nú
almennt fær. Gimbrar, sem á að ala upp til undaneldis,
og hrútlömb, þarfnast ríflegrar gjafar fyrsta veturinn
(þ. e. í Þýzkalandi annar vetur). Má þá ná þeim árangri
að ær, sem lömb voru drepin frá tveggja eða þriggja
daga gömul, beri tvisvar á ári og eykur það ekki lítið
á arðinn. Annars má það og teljast mjög góður arður
af ánum, að þær beri þrisvar á tveim árum, en með því
má reikna að jafnaði. —
Mun ég nú leitast við að marka nokkra megindrætti
karakul fjárbús, sem miðast við íslenzka staðhætti.
Fyrst ber að segja nokkru nánar frá fé þessu og
eiginleikum þess. Karakul-sauðkindin telst til svonefnds