Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 207
B U N A I) A R R I T
20T
fituhalasauðfjár (Ovis steatopyga), sem á aðallega heima
í Mið-Asíu, Kína og Rússlandi. Flestar eru kindurnar
hyrndar og sérkennilegasta ytra einkenni þeirra er hal-
inn, sem er S-lagaður og oft vegur allt að 15 kg vegna
fitu, sem safnast á hann. Þessi fituforði gerir dýrinu
unnt að þola fóðurskort og grasbrest á þurkatímunum í
gresjum átthaganna. A regntímanum, þegar grasvöxtur-
inn er mestur, safnast fitan fyrir.
Eins og getið var, er ullin all-stórgerð, en þétt, og
liturinn svartur, mórauður eða gráleitur. Karakul-féð í
Þýzkalandi telst nær undantekningarlaust til svarta stofns-
ins, þ. e. a. s. lömbin eru hrafnsvört er þau fæðast.
Með aldrinum breytist liturinn og um leið verður öll
áferð ullarinnar önnur. Vegna þessa er lömbunum slátrað
2ja—3ja daga gömlum, enda eru skinnin þá verðmætust.
Verði lambið eldra, greiðist úr liðunum, ullin missir
gljáa sinn og liturinn lýsist, og skinnið verður óhæft
til sölu.
Eftirtektarvert er það, að kynfesta karakul-fjárins er
sterklega ríkjandi (dominent). Lömb undan svokölluðum
svörtum karakul-hrút, þ. e. hrút, sem var svartur ný-
fæddur og hvítri á af öðrum fjárstofni, verða alltaf svört!
Þessi eiginleiki kemur að góðu haldi við karakul-
fjárrækt hér á landi. íslenzk ær og hreinrækfaður
karakul-krútur munu í fyrsta lið geta af sér svört af-
kvæmi og munu skinn þeirra líkjast skinnum hreinrækt-
aðra karakul-Iamba. Vitanlega er skinn slíks kynblend-
ings þó ekki eins verðmætt. Hljótum vér þó að furða
oss á líkingu afkvæmis og föður, og. hve lítið ber á
erfðum úr móðurætt.
Ef nú íslenzkar ær eru lembdar með hreinræktuðum
karakul-hrút, sem vér skulum telja nr. 1, eru gimbr-
arnar látnar lifa og settar á vetur. Þégar þær eru
Þriggja ársfjórðunga eða ársgamlar eru þær lembdar
fneð ödrum hreinræktuðum karakul-hrút (nr. 2). Forðurn
vér með þessum hætti of nánum skyldleika afkvæmanna.