Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 208
B U N A t) A P, R I T
202
Hrútlömbum fyrsta ættliðs er slátrað um haustið og eru
þau þá venjulega í mjög góðum holdum. Yfirleitt eru
þessir ættblendingar mjög feitlagnir og stærri en íslenzk
hrútlömb. Ef einhver þessara hrútlamba fyrsta ættliðs
hafa mjög falleg skinn, sem ég tel líklegt, þá má slátra
þeim á öðrum eða þriðja degi og selja skinnin, jafnvel
fyrir 15—20 kr. En aldrei má ala þessi kynblönduðu
hrút/ömb upp til undaneldis, þar eð erfðirnar munu
klofna í afkvæmunum, samkvæmt erfðalögmáii Mendels,
og valda glundroða í ræktuninni.
Hrút nr. 1 má nota áfram handa óblönduðum ísl. ám
og er hann getnaðarfær í mörg ár, því að karakul-
hrútar ná yfirleitt háum aldri; verða 10 — 12 ára. A
fjórða og fimmta ári kynræktarinnar má nota hrút nr. 1
handa 2. ættlið undan hrút nr. 2, auk þess sem hann
er notaður handa óblönduðum ísl. ám. En hrútur nr. 2
lembir á næsta ári afkomendur hrúts nr. 1 (hálfblóðs-
ættliðinn). — En aldrei má nota hrúta úr fyrstu ætt-
liðum,' þar eð þeir eiga ekki nægilega mikið af hreinu
karakul-blóði í sér og geta því leitt til kynskemmda.
Afkvæmi einblendinganna (þ. e. 1. ættliðs), hinn svo-
nefndi 2. ættliður, hefir nálgast karakul-kynið enn meir
vegna hinnar miklu kynfestu hrútanna. Og lömb undan
3. æ'ttlið, fengin við kynblöndun, er oft ekki hægt að
greina frá hreinræktuðum karakul-kindum. — Því oftar
sem blandað er með hreinu karakul-blóði, því skýrari
verða vitanlega karakul-einkennin. Skinn af Iömbum
5. ættliðs verða tæpast greind frá skinnum hreinna
karakul-Iamba. Þar eð hreinræktuð karakul-skinn geta
verið all-ólík að gæðum, eru skinn af kynblendings-
lömbum 3. og 4. ættliðs oft sýnu betri.
Tafla sú, er hér fer á eftir, sýnir aldur og notkunar-
möguleika karakúl-hrúta.
Oftast nær er hrútur nr. 1 getnaðarfær þótt hann sé
orðinn átta ára gamall. Það er jafnvel hugsanlegt, að