Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 210
204
B Ú X A f) A R R I T
hægt verði að nota hann 10 ára gaman handa 4. ætt-
lið, eins og tilraunir í Halle hafa sýnt. —
Af þessum upplýsingum verður Ijóst, að til þess að-
koma hér á karakul-rækt, er ekki nauðsynlegt að fá
karakul-ær, heldur má fljótlega ná góðum árangri með
íslenzkum ám.
Viðvíkjandi arðsemi karakul-sauðfjár verður að líta á
aðstæður hvers Iands, bæði hvað snertir fóðurkostnað,
hirðing fjárins, kjötverð og markað og loks kaupverð
hrútanna. Það er ógjörningur að ætla sér að reikna út
með nokkurri nákvæmni arðsemi af karakul-rækt hér á
landi. En allir, sem bera skyn á þessi efni, munu þó af
eftirfarandi upplýsingum geta gengið úr skugga um það,
að karakul-rækt hér, getur eflt og stutt ísl. Iandbúnað
svo miklu nemi. Nægir í því efni að benda á, að
fóðurve.rð og gæzla fjárins er dýrari í Þýzkalandi og
Suðvestur-Afríku og í flestum öðrum Iöndum, þar sem
karakul-rækt er nú stunduð. Og í engu þessara landa
eru jafn víðáttumikil og kjarngóð beitarlönd nothæf,
jafnlangan tíma á hverju ári. íslenzkum bændum, sem
eru fæddir fjármenn og af fjármönnum komnir í marga
ættliði, mundi veitast það hægur vandi, að færa sér í
nyt frábæra eiginleika karakul-fjárins og blanda þeim í
ísl. sauðfé, til eigin hags og eflingar ísl. bændastétt og
til hagbóta fyrir þjóð sína. —
Hreinræktaður karakul-hrútur kostar nú 1928—29 í
Þýzkalandi 1000—1500 þýzk mörk Ú. En kynblandaður
hrútur kostar 400 — 800 mörk, og fer það eftir því hve
mikið er af karakul-blóði í honum. Kynblönduð ærkostar
150—500 mörk. Hreinræktaðar karakul-ær fást eigi
keyptar. Veldur því eftirspurnin úr ýmsum löndum eftir
kynbótastofni.
Eins og nú hefir verið sýnt er hægt að koma upp
ágætri, þroskavænlegri hjörð, með iveim karakul-hrútum
1) 1 þýzkt mark er nú jafnt 1,39 ísl. kr.