Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 214
208
B U N A « A R R I T
vafi á því, að það er gráðaostur, sem úr mjólkinni ætti
að vinnast. Með vinnslu hans má fá 40 — 60 aura fyrir
lítrann af sauðamjólkinni, og væri lambið drepið nýborið
og burðurinn ekki látinn vera fyrr en fullur gróður er
kominn, mundi fást mikil mjólk eftir ána, þó hætt væri
að mjólka hana í ágúst, svo að hún næði sem beztum
haustbata, og yrði léttari á fóðri að vetrinum.
En breyting í þessa átt tekur tíma. Hún kemur ekki
í hendingskasti, og á ekki heldur að koma eftir einum
saman líkum, heldur eftir því hvert reynslan sýnir, að
rétt sé að framkvæma hana.
Um áframhaldandi blöndun á karakul með okkar fé,
og að hún geti orðið til þess, að við losnum við inn-
flutning nema einu sinni, vil ég segja það eitf, að því
skyldi enginn treysta.
Það virðisf koma fram hjá höfundi hræðsla við mik-
inn skyldleika, og það er til að fyrirbyggja hann, að því
er virðist, að hann vill hafa áframhaldandi blöndun, en
þar er um bita mun að ræða en ekki fjár. Þegar að
því kemur, að við flytjum inn karakul-fé, er alveg sjálf-
sagt að hreinrækta þann stofn, sem inn verður fluttur,
og við skulum vona, að hann verði það hraustur, að
hann, eða að minnsta kosti einhverjir einstaklingar innan
hans, þoli skyldleikaræktina, sem vitanlega yrði afleið-
ingin af hreinræktuninni.
Ef svo reyndist ekki, mundi í hæsta máta óráðlegt
að nota hann til þess, að blanda með innlenda stofninn,
nema til þess eins að fá sláturlömb.
Að öðru leyti er mál þetta enn á því stigi, að ég tel
ekki þýða, að rita frekar um það, en vona að ekki líði
mörg ár, unz hægt verður að tala um það af innlendri
reynslu, en ekki eftir einum saman líkum og reynslu
frá Noregi og annarsstaðar frá. P. Z.