Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 215
bunaðarrit
Um skóga í Skagafirði
á landnámsöld.
Allir þeir, sem lesið hafa íslendingabók, munu minn-
ast þessarar frásagnar Ara fróða, er hann segir frá upp-
hafi íslandsbyggðar: „/ þann tíþ vas ísland viþi vaxit
á milli fjalls ok fjöro“1). Vafalaust er þetta elzta og styzta
íslandslýsing, sem við eigum, en hún hefir þann kost,
auk þess hve gömul hún er, að landinu hefir aldrei
lýst verið jafn fagurlega og látlaust. En þannig hefir svo
farið um lýsingu þessa, að ýmsir seinni alda menn, sem
aldir voru upp við »hrjóstrin og holtin grá«, er nú blasa
hvarvetna við, hafa dregið hana í efa, talið hana mjög
ýkta, eða jafnvel álitið slíkt fjarstæðu, að því er snertir
sumar sveitir landsins.
Ekki er það tilgangur minn, að færa sönnur á þessi
orð Ara fróða. En við skulum minnast þess, að bók-
menntafræðingar eru á einu máli um það, að hvert orð
í Islendingabók sé »gullvægt«, og grunntraust að sögu-
legu sanngildi, og því er varhugavert að rengja þetta
atriði, að órannsökuðu máli. Það kemur einnig i ljós,
þegar litið er yfir landið nú á tímum, að enn eru til
skógar í fjallahlíðum, hátt uppi í landi, er staðizt hafa
allar ofsóknir og þrengingar í meira en þúsund ár. Og
þeir skógar sýna, að Ari hefir ekki tekið of djúpt í ár-
inni, ■ er hann segir að eins: »milli fjalls og fjöru« í
skógalýsingu sinni.
Vegna þess, að Skagafjarðarsýsla er svo skógum
sneydd, að naumlega verður því trúað af útliti hennar,
1) Allar leturbreylingar mínar. — Höf.
14