Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 217
B Ú N A +) A R R l T
211
beinlínis atriði í viðburðunum eða söguhetjurnar sjálfar,
t. d. að taka fláka inn í skóg, fyrirsát, njósnir og því
um líkt. Nokkur undantekning frá þessu er þó Land-
námabók. Hún lýsir oft landkostum. Og sakir þess hve
hún er snemma rituð, verður það ávalt veigamikið, þegar
hún getur eitthvað til málanna lagt. Við göngum þá
fyrst til þeirrar »búðar« og förum ekki bónleiðir, því að
þar er skemmtileg smásaga, og mjög fróðleg fyrir þetta
mál. En þann hluta hennar tek ég að eins, er þetta
efni varðar, og er á þessa leið:
»Þórir dúfunef — — nam land á milli Glóðafeykisár
ok Djúpár, ok bjó á Flugumýri. I þann tíma kom út skip
í Kolbeinsárósi hlaðið kvikfé, en þeim hvarf í Brimnes-
skógum unghryssi eitt; en Þórir dúfunef keypti vánina
ok fann síðan; þat var allra hrossa skjótast, ok var
köllut Fluga«.
Nú er landslagi svo háttað þar, sem Fluga reyndi að
fullnægja frelsisþrá sinni, að fremur má heita sléttlent
og mishæðalítið. Hafa því skógarnir hlotið að vera
þéttir og allháir, til þess að hross fyndust þar ekki,
þrátt fyrir talsverða leit. Það er ekki líklegí, að kaup-
menn hafi selt vonina í Flugu, öðrum eins fráleika-
gæðingi sem hún var.'fyrri en eftir árangurslausa leit.
En vel má vera að þeir hafi ekki haft nægan kunnug-
leika til þess, að leita búfjár í skógum, og þar hefir
Þórir dúfunef notið sín betur, því að hann var leysingi
(Oxna-Þórir), og hefir vafalaust verið fjárleitum vanur
frá blautu barnsbeini, bæði um fjöll og skóga. Auk þess
hefir fegurð og ganglag Flugu verið rómað svo í eyru
t*óris, að í engu hefir hann sparað, til þess að leitin í
skógunum, þótt þéttir væru, bæri árangur. — Af sögunni
sézt, að Þórir hefir kunnað taumhaldið á hestum sínum
°g verið kær að þeim. En Flugu hefir hann dáð mest,
enda kenndi hann bæ sinn við hana, og forðaði með
t>ví nafni hennar frá gleymsku. Það er og að verðleik-
Utn, þvi að vænleiki hennar, fjörgæði og frelsisþrá varð