Búnaðarrit - 01.01.1932, Qupperneq 218
212
BÚNAÐARR1 I
orsök þess, að höfundur Landnámu minntist á Brimnes-
skóga, með mjög eftirlektarverðum hætti.
Ekki er því að heilsa, að geymst hafi í fornritum
okkar fleiri sagnir svona skýrar um skagfirzk skógalönd.
Verður því að sætta sig við líkindi þau, er draga má
af annari smásögu, sem einnig er að finna í Landnáma-
bók. Er hún um Onund víss, sem nam Austurdal í
Skagafjarðardölum, og er sagt þannig frá:
»Hann nam land upp frá Merkigili, enn eystradal alt
fyrir austan; en þá er Eiríkr vildi til fara at nema dal-
inn allan alt fyrir vestan, þá feldi Onundr blótspón til,
að hann skyldi verða víss, hvern tíma Eiríkr mundi til
fara at nema dalinn, ok varð þá Onundr skjótari, ok
skaut yfir ána með tundröru, ok helgaði sér svá landit
fyrir vestan, ok bjó milli á«.
Þó að ekki sé með berum orðum sagt í sögunni,
gefur hún það þó til kynna, að vestan við ána hefir
verið skógi vaxið, og Onundi hefir tekizt — ef til vill
eftir ítrekaðar tilraunir — að kveikja að lokum í þurru
skógarlaufi, sem er einmitt mjög eldfimt, og var venju-
lega notað á fyrri öldum við eldkveikju, þegar þess var
kostur1)- En eins og kunnugt er, var það löghelguð að-
ferð til landeignar, að kveikja elda um landnámið. Var
sú aðferð mikið notuð til landnáms á Islandi, og hefir
verið handhæg mjög, ef landið hefir verið mjög víði vaxið,
eins og Ari segir, og áður er greint. Víst er það, að
þessi eldkveikja með tundurskoti vestur yfir ]ökulsá tókst
svo vel, að Onundur eignaðist landið lögum samkvæmt,
og afrek hans dáði almenningur svo, að enn lifir það í
munnmælum meðal Dalabúa, og heitir enn í dag Eld-
1) ]ón pr. Ogmundsson hefir vitanlega verið kunnugur þessari
eldkveikju aðferð, og notar hana sem líkingu í ræðu sinni til
Magnúsar konungs berfætts, r,br. þessi orð: „Hyggit nú at, herra
Konungr, hvárr eldrinn muni vera heitari og langærri, sá Iagðr
er í eikistokkinn, er gerr.er utn ofninn, eðr hinn, sem kveiktr er
í þurru limi“.