Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 219
B Ú NAÐAR R I T
213
hplur 09 Eldhvlsklcttur, þar sem Önundur skaut örinni.
Vngri heimildir styðja það einnig mjög eindregið, að
þarna hafi skóglendi verið í fornöld; verður þeirra síðar
getið, og þarf ekki hér um að fjölyrða frekar.
Næst komum við að öðrum flokki, sem eru:
jarðaskjöl og máidagar.
Þó að ekki sé um auðugan garð að gresja, rneðal
iornskjala, í sambandi við skagfirzka skóga, þá er styrkur
þeirra vitna sá, að þau verða með engu móti vefengd.
Er hér jjá fyrst að telja jarðakaupabréf, gert árið 1352.
Ormur Asláksson Hólabiskup selur þá nokkrar jarðir,
og kaupir aftur Lambanes í Fljótum »með rekum og
skógum« (DI. III., 65). Síðustu leifar þeirra skóga
eyddust í byrjun 18. aldar (sbr. jarðalýsingarnar hér
síðar).
Arið 1496 voru höfð jarðaskipti á Fjósatungu í
Fnjóskadal og Grindum á Höfðaströnd. Þá er Grindum
eignaður »skógarpartur í Nýlendisjörð* (DI. VII., 306).
Um 1700 er skógur sá talinn eyddur, og einnig var
skógur á Grindum, þó að hann sé ekki nefndur í bréf-
inu, og sýnir það, að sjaldnast var sérstaklega tekið
fram um skóga í landi jarða, en var falið í orðunum :
»með öllum gögnum og gæðum«, er standa í flestum
jarðabréfum, jafnvel fram á þennan dag.
Næst má nefna landamerkjaskrá fyrir Viðvík og fleiri
íörðum þar í sveitinni; er hún til í frumriti á skinni, frá
um 1500. Þá »á Widarvík0 skóg fyrir austan almenn-
ingsgötu, að ósi ofan«2). Enn »Hólastaður á þá skóg-
inn fyrir vestan svonefnt Geitagerði,' en þá var einnig
skógur fyrir norðan Gerðið. Ennfremur er í því bréfi
tekið fram, að Miklibær í Óslandshlíð eigi »högghrís og
Nafnið þannig stafsetl á einum stað í bréfinu.
2) Það er: Kolbeinsárósi.