Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 220
H l' X Aí) A U K 1 T
2,14
rifhrís á 12 hesta* í Viðvíkurskógum1) (DI. VII., 463).
— Um aldamótin 1700 er ekki eftir annað af skógum
þessum en rifhrís, sjá nánar næsta kafla. — Hinn 30.
júní 1502 gekk tólf manna dómur um »skóginn í Skógar-
tungum fyrir ofan reiðgötu og neðan, er fylgt hefði Silfra-
stöðum« (DI. VII., 607). Ekki verður séð af þeim dómi,
með vissu, hvar skógur sá hefir verið, en vel má vera
að átt sé við skóg, sem var á Oxnadalsheiði2), þó að
skógur þessi geti hafa verið annarsstaðar, og nær Silfra-
staðalandi. Aftur á móti er það víst, að Akrar í Blöndu-
hlíð ’áttu skógarpart á Öxnadalsheiði 1392 (DI. III., 484).
Sjá nánar örnefnaflokkinn hér seinna í greininni og jarða-
lýsingarnar.
Síðast í þessum flokki má telja lögfestu síra Tumasar
Eirekssonar fyrir landeign Mælifells, og er hún talin frá
því um 1530. Tómas þessi var prestur á Mælifelli, og
fyrirbýður klerkur öllum »að nýta sér eður í að vinna<
»töður, engjar og skóga« í Mælifellslandi, nema fengið
sé leyfi til hjá sér (DI. IX., 565).
Um 1700 eru Mælifells-skógar svo gereyddir, að þá
er að eins rifhrís til þar í landi, »en langt til að sækja«,
svo sem síðar verður sagt.
Aður en skilizt er við þennan flokk, má minna á það,
að mikill hluti jarðaskjala frá fyrri öldum, mun vera glat-
aður, og er því vísast að með þeim hafi týnzt einhver
fróðleikur um þetta efni.
Við víkjum því næst að þriðja flokki þessara vitnisburða,
og það eru:
Jarðalýsingarnar.
Vmsir munu kannast við það, að á árunum 1702 — ’12
ferðuðust hér um land, að konungsboði, þeir Arni Magn-
ússon prófessor og Páll Vídalín lögmaður. Sömdu þeir
1 l Þetla eru hinir fornu Brimnes-skógar, eöa a. m. k. hluti af þeim,
enda er getið um iandamerki milli Brimness og Viðvíkur í bréfinu.
2) Sjá um Silfrastaði í næsta flokki.