Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 228
222
B U NAí) A R R 1 T
styrks. Skógur til kolgjörðar hefir verið bjarglegur,
eyðist nú mjög«. •
Deplar: »Skógur, sem verið hefir, er nú gjöreyddur«.
Lundur: »Lyngrif lítið til tróðs*.
Hvammur: »Rifhrís mjög lítið, en skógur til kol-
gjörðar bjarglegur*.
H ó 1 a k o t: »Lyngrif lítið til eldiviðarstyrks. — Eins á
Reykjarhólskoti4.
Bjarnargil: »Lyngrif til tróðs og eldfviðarstyrks
nokkuð«.
Holt: *Lyngrif til tróðs og eldiviðar bjarglegt*.
Brúnastaðir: »Skógur til kolgjörðar hefir verið
bjarglegur, en nú eyddur að kalla; brúkast þó enn«.
Illugastaðir (í Austur-FIjótum): »Skógur til kol-
gjörðar bjarg/egur til þessa, þrýtur mjög«.
Lambanes: »Skógur til kolgjörðar hefir áður nægur
verið, en nú nær gjöreyddur af langvarandi brúkun«.
Reykir: »Skógur til kolgjörðar hefir nógur verið, eyð-
ist mjög, brúkast enn*-.
Hraun: *Skógur til kolgjörðar hefir áður verið, nú
þrotinn«.
Af þessu yfirliti sjáum við, að um aldamótin 1700
hefir skógur verið á 34 jörðutn, ýmist »þrotinn að kalla«,
»mjög eyddur« eða »bjarglegur« til kolagerðar. En á
flestum þeim jörðum er farið þá að rífa hrís og lyng
til eldiviðarsiyrks. Mönnum er þá Ijóst orðið, að þær
litlu skógarleifar, sem þá eru eftir, er þeim Iífsnauðsyn
að treina sem lengst til kolagerðarinnar, því að það var
aldagömul venja, að nota viðarkol til Ijádengslu um hey-
skapartímann, og til smíða. Þess vegna var einnig smiðja
nálega á hverjum bæ, og þar sem síðasta birkihríslan
fór í kolagryfjuna eða í hlóðirnar, kom hrísið til hjálpar,
meðan það entist. En einnig það þraut að lyktum, og
var þá ekkert annað eftir en lyngið .(og víðirinn á nokkr-
um stöðum), sem einnig eru skýr vitni um eydda skóga.